Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2017 12:30 Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira