Ísland í fullkominni stöðu að innleiða umhverfisvænt samgöngukerfi Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 10:22 Framtíðarþróun á vistvænum bílum og vistvænum orkugjöfum í samgöngum var umfjöllunarefni á málþingi íslenskrar Nýorku og Skeljungs. „Með nýtingu á endurnýjanlegri orku og uppbyggingu raforkuinnviða er Ísland í fullkominni stöðu að innleiða umhverfisvænt samgöngukerfi sem býður upp á „grænt vetni“. Þetta kom fram í erindi Bart Biebuyck, framkvæmdastjóra, Fuel Cells and Hydrogen Joint Undertaking (FCH-JU), verkefni Evrópusambandsins (ESB), á málþingi íslenskrar Nýorku og Skeljungs, „Fjölorka til framtíðar“, sem haldið var í Hörpu í dag. Málþingið var haldið í samstarfi við Hyundai og Toyota, þar sem rætt var um framtíðarþróun á vistvænum bílum og vistvænum orkugjöfum í samgöngum. Ljóst er að ákveðin orkuskipti eru að eiga sér stað í samgöngum og hafa neytendur mikil áhrif á þessa þróun. Auk þess hafa stjórnvöld og bílaframleiðendur áhrif á það hvaða orkuberar koma til með að ná mestri útbreiðslu. Aðrir framsögumenn á málþinginu voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, Lisa Ruf, hjá Element Energy, Ingvar Már Pálsson, skrifstofustjóri Iðnaðar og orkumála hjá atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu, Jakob Krogsgaard framkvæmdastjóri hjá NEL Hydrogen, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Toyota og Frank Meijer yfirmaður grænna bíla hjá Hyundai í Evrópu. Fundarstjóri var Berglind Rán Ólafsdóttir, stjórnarmaður hjá íslenskri Nýorku. Bart Biebuyck greindi jafnframt frá því á hvaða hátt Evrópusambandið sé að hraða þróun og dreifingu á vetni sem orkugjafa í samgöngum í Evrópu. Innleiðingin felst í samstarfi ESB, evrópsks iðnaðar og rannsóknarstofnana um nýtingu vetnis í samgöngum. Samstarfsaðilar verkefnisins vinna markvisst að rannsóknum og tilraunaverkefnum til að stuðla að tækniþróun og að flýta innleiðingu á vetni sem orkugjafa. Fyrirhugað er að setja upp vetnisstöðvar víða um Evrópu til að auka aðgengi íbúa sem vilja nýta vistvæna orkugjafa í samgöngum. Skeljungur og Nýorka eru samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi og hafa hlotið styrk að upphæð 3,4 milljónir Evra eða um 400 milljónir íslenskra króna til uppbyggingar vetnisinnviða og koma vetnisbílum í umferð hér á landi. Fyrsta fjölorkustöð SkeljungsValgeir Baldursson, sagði frá því í erindi sínu að það væri stefna fyrirtækisins til framtíðar að bjóða upp á fjölbreytta og vistvæna orkugjafa. Hann sagði frá því að Skeljungur muni opna þrjár fjölorkustövar í samstarfi við NEL Hydrogen og íslenskrar Nýorku á næsta ári. „Við erum að bregðast við óskum neytenda um vistvænni orkugjafa. Á þennan hátt leggur Skeljungur sitt á vogarskálarnar í að móta vistvænni samgöngur, þó að ljóst sé að bensín og dísel verður partur af því vöruframboði í náinni framtíð.“ „Íslenskt vetni í samgöngur eru nú orðið að veruleika með stuðningi FCH-JU,“ sagði Jacob Krogsgaard. Hann sagði ennfremur að það væri kjörið fyrir Ísland að nýta vetni sem eldsneyti í samgöngum. „Samstarf Nel Hydrogen, Skeljungs, Nýorku og bílaframleiðenda býr til farveginn að framtíðarlausn í uppbyggingu umhverfisvæns samgöngukerfis.“ Reykjavík verði kolefnishlutlaus árið 2040Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði frá áætlun borgarinnar í uppbyggingu innviða til að styðja við innleiðingu á umhverfisvænni samgöngum. Hann sagði að markmiðið væri að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Hann talaði um þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefni á vegum Evrópusambandsins „Hydrogen Regions/Cities“ sem snýr að því að efla uppbyggingu vetnisinnviða í borginni. Jafnframt sagði hann að borgin hefði fylgt umhverfisvænni stefnu í samgöngum og nefndi meðal annars innleiðingu hjólastíga í borginni. Hann talaði um mikilvægi samstarfs borgarinnar og einkaaðila og nefndi að á síðastliðnu ári hefðu forsvarsmenn rúmlega 100 fyrirtækja skrifað undir yfirlýsingu og skuldbundið sig til að setja sér aðgerðarbundin markmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. „Við erum í góðri stöðu hér á landi, borgin og stjórnvöld eru samstíga og setja sér háleit markmið þegar að kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ sagði borgarstjóri ennfremur. Það kom fram í erindi Lisa Ruf að það væri ánægjulegt að uppbygging vetnisinnviða væri að eiga sér stað á Íslandi. „Það skiptir sköpum að fá samstarfsaðila, fyrirtæki og stjórnsýsluna, til að fjárfesta í innviðum þannig að vetni sem orkugjafi í samgöngum verði að veruleika í Evrópu,“ sagði Lisa. Endurnýjanleg orku í samgöngum á Íslandi 40% árið 2030Ingvi Már Pálsson greindi frá stefnu stjórnvalda í orkuskiptum. Hann sagði að orkuskipti hafa í raun verið til staðar frá 1970, við hitaveituvæðingu landsins, en áherslan nú á orkuskipti á landi, sjó og í lofti. Ingvi Már sagði að á síðasta ári hafi verið veittir styrkir til innviðauppbyggingar vegna rafbíla og fyrir Alþingi liggi tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um orkuskipti. Sú áætlun gildir til næstu ára og felur bæði í sér skilgreind markmið og 23 aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Meðal markmiða er að hlutur endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030. Hann er nú 6%. Frank Meijer sagði frá því að Hyundai væri nú virkur þátttakandi í innleiðingu vetnisbíla í fjórtán löndum í Evrópu „þetta undirstrikar leiðandi hlutverk okkar í uppbyggingu vetnisinnviða í Evrópu.“ Hann talaði um að þróun vetnisbíla væri mikilvæg í framtíðarþróun Hyundai en fyrirtækið var fyrsti bílaframleiðandinn á markaðnum sem fjöldaframleiddi rafknúna vetnisbíla.Kristinn G. Bjarnason frá Toyota flutti erindi á ráðstefnunni. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent
„Með nýtingu á endurnýjanlegri orku og uppbyggingu raforkuinnviða er Ísland í fullkominni stöðu að innleiða umhverfisvænt samgöngukerfi sem býður upp á „grænt vetni“. Þetta kom fram í erindi Bart Biebuyck, framkvæmdastjóra, Fuel Cells and Hydrogen Joint Undertaking (FCH-JU), verkefni Evrópusambandsins (ESB), á málþingi íslenskrar Nýorku og Skeljungs, „Fjölorka til framtíðar“, sem haldið var í Hörpu í dag. Málþingið var haldið í samstarfi við Hyundai og Toyota, þar sem rætt var um framtíðarþróun á vistvænum bílum og vistvænum orkugjöfum í samgöngum. Ljóst er að ákveðin orkuskipti eru að eiga sér stað í samgöngum og hafa neytendur mikil áhrif á þessa þróun. Auk þess hafa stjórnvöld og bílaframleiðendur áhrif á það hvaða orkuberar koma til með að ná mestri útbreiðslu. Aðrir framsögumenn á málþinginu voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, Lisa Ruf, hjá Element Energy, Ingvar Már Pálsson, skrifstofustjóri Iðnaðar og orkumála hjá atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu, Jakob Krogsgaard framkvæmdastjóri hjá NEL Hydrogen, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Toyota og Frank Meijer yfirmaður grænna bíla hjá Hyundai í Evrópu. Fundarstjóri var Berglind Rán Ólafsdóttir, stjórnarmaður hjá íslenskri Nýorku. Bart Biebuyck greindi jafnframt frá því á hvaða hátt Evrópusambandið sé að hraða þróun og dreifingu á vetni sem orkugjafa í samgöngum í Evrópu. Innleiðingin felst í samstarfi ESB, evrópsks iðnaðar og rannsóknarstofnana um nýtingu vetnis í samgöngum. Samstarfsaðilar verkefnisins vinna markvisst að rannsóknum og tilraunaverkefnum til að stuðla að tækniþróun og að flýta innleiðingu á vetni sem orkugjafa. Fyrirhugað er að setja upp vetnisstöðvar víða um Evrópu til að auka aðgengi íbúa sem vilja nýta vistvæna orkugjafa í samgöngum. Skeljungur og Nýorka eru samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi og hafa hlotið styrk að upphæð 3,4 milljónir Evra eða um 400 milljónir íslenskra króna til uppbyggingar vetnisinnviða og koma vetnisbílum í umferð hér á landi. Fyrsta fjölorkustöð SkeljungsValgeir Baldursson, sagði frá því í erindi sínu að það væri stefna fyrirtækisins til framtíðar að bjóða upp á fjölbreytta og vistvæna orkugjafa. Hann sagði frá því að Skeljungur muni opna þrjár fjölorkustövar í samstarfi við NEL Hydrogen og íslenskrar Nýorku á næsta ári. „Við erum að bregðast við óskum neytenda um vistvænni orkugjafa. Á þennan hátt leggur Skeljungur sitt á vogarskálarnar í að móta vistvænni samgöngur, þó að ljóst sé að bensín og dísel verður partur af því vöruframboði í náinni framtíð.“ „Íslenskt vetni í samgöngur eru nú orðið að veruleika með stuðningi FCH-JU,“ sagði Jacob Krogsgaard. Hann sagði ennfremur að það væri kjörið fyrir Ísland að nýta vetni sem eldsneyti í samgöngum. „Samstarf Nel Hydrogen, Skeljungs, Nýorku og bílaframleiðenda býr til farveginn að framtíðarlausn í uppbyggingu umhverfisvæns samgöngukerfis.“ Reykjavík verði kolefnishlutlaus árið 2040Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði frá áætlun borgarinnar í uppbyggingu innviða til að styðja við innleiðingu á umhverfisvænni samgöngum. Hann sagði að markmiðið væri að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Hann talaði um þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefni á vegum Evrópusambandsins „Hydrogen Regions/Cities“ sem snýr að því að efla uppbyggingu vetnisinnviða í borginni. Jafnframt sagði hann að borgin hefði fylgt umhverfisvænni stefnu í samgöngum og nefndi meðal annars innleiðingu hjólastíga í borginni. Hann talaði um mikilvægi samstarfs borgarinnar og einkaaðila og nefndi að á síðastliðnu ári hefðu forsvarsmenn rúmlega 100 fyrirtækja skrifað undir yfirlýsingu og skuldbundið sig til að setja sér aðgerðarbundin markmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. „Við erum í góðri stöðu hér á landi, borgin og stjórnvöld eru samstíga og setja sér háleit markmið þegar að kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ sagði borgarstjóri ennfremur. Það kom fram í erindi Lisa Ruf að það væri ánægjulegt að uppbygging vetnisinnviða væri að eiga sér stað á Íslandi. „Það skiptir sköpum að fá samstarfsaðila, fyrirtæki og stjórnsýsluna, til að fjárfesta í innviðum þannig að vetni sem orkugjafi í samgöngum verði að veruleika í Evrópu,“ sagði Lisa. Endurnýjanleg orku í samgöngum á Íslandi 40% árið 2030Ingvi Már Pálsson greindi frá stefnu stjórnvalda í orkuskiptum. Hann sagði að orkuskipti hafa í raun verið til staðar frá 1970, við hitaveituvæðingu landsins, en áherslan nú á orkuskipti á landi, sjó og í lofti. Ingvi Már sagði að á síðasta ári hafi verið veittir styrkir til innviðauppbyggingar vegna rafbíla og fyrir Alþingi liggi tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um orkuskipti. Sú áætlun gildir til næstu ára og felur bæði í sér skilgreind markmið og 23 aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Meðal markmiða er að hlutur endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030. Hann er nú 6%. Frank Meijer sagði frá því að Hyundai væri nú virkur þátttakandi í innleiðingu vetnisbíla í fjórtán löndum í Evrópu „þetta undirstrikar leiðandi hlutverk okkar í uppbyggingu vetnisinnviða í Evrópu.“ Hann talaði um að þróun vetnisbíla væri mikilvæg í framtíðarþróun Hyundai en fyrirtækið var fyrsti bílaframleiðandinn á markaðnum sem fjöldaframleiddi rafknúna vetnisbíla.Kristinn G. Bjarnason frá Toyota flutti erindi á ráðstefnunni.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent