Datt í það fjórum sinnum í viku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 14:15 Búsið var böl Ball en hann hefur nú snúið við blaðinu. vísir/getty Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin. NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin.
NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira