Allir á tánum vegna risaborðspils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Hópurinn hittist síðastliðið sunnudagskvöld til að ljúka spilinu þar sem spennan var orðin óbærileg. vísir/ernir Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira