Maður kíkir undir skrápinn og við blasir ótrúleg eymd Magnús Guðmundsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Þorleifur Örn Arnarson á stóra sviði Þjóðleikhússins, álfahöllinni þar sem við stígum inn í fantasíuna til þess að skoða okkur sjálf. VisirAnton Brink Maður kemst ekki hjá því að finna eldmóðinn. Ólgandi kraftinn og einlæga ástríðuna sem brennur innra með Þorleifi Erni Arnarssyni leikstjóra sem þessa dagana er að leggja lokahönd á Álfahöllina, leiksýningu á stóra sviði Þjóðleikhússins. Húsinu sem var hér áður fyrr kennt við álfahöllina í Nýársnóttinni, eftir Indriða Einarsson, opnunarsýningu Þjóðleikhússins árið 1950. Þorleifur er eilítið óðamála fyrst eftir að næst í skottið á honum enda í mörg horn að líta en hann gefur sér þó tíma til þess að tala um það sem hann er að fást við þessa dagana. „Við erum að umskrifa lokin á sýningunni,“ segir Þorleifur en frumsýning er næstkomandi laugardagskvöld svo það er víst óhætt að segja að hann sé óhræddur við að gera breytingar á lokasprettinum. „Já, ég hef hent sýningu viku fyrir frumsýningu og byrjað upp á nýtt. En núna er málið að fyrir fimm vikum vorum við bara með hugmyndir og langanir og kannski ákveðna samfélagslega og listræna nauðsyn. Nú fyrst erum við komin með efniviðinn og það verður unnið í honum þangað til tjaldið verður dregið frá, rétt eins og síðasta smiðshöggið skall andrá áður en tjaldið fór frá á frumsýningunni 1950.“Listin á að rannsaka Þorleifur segir að það sé í raun ótrúlega gaman að Þjóðleikhúsið skuli hafa haft hugrekki til þess að veita þessari sýningu farveg. „Ari Matthíasson sýnir ákveðið hugrekki að láta stóra sviðið undir sýningu á þeirri forsendu að listamennirnir finni að það er einhver undiralda sem þarf að kljást við, án þess að þeir geti enn útskýrt það nánar. Samt búum við á tímum þar sem alltaf allt á að útskýrast – allt er skilgreint og áþreifanlegt. En listin, við erum soldið búin að gleyma því, hún á að rannsaka. Og ef við þorum ekki að leyfa listamönnum að rannsaka þá verða þeir að þessum latte-lepjandi aumingjum sem popúlista hægrið heldur fram. Og það má alveg velta því fyrir sér hvort við höfum sofnað á verðinum og þurfum því að endurnýja umboðið okkar. Við erum að minnsta kosti að gera eins heiðarlega tilraun til þess og okkur er framast unnt á stóra sviði Þjóðleikhússins.“ En hvers vegna er titill sýningarinnar þá þessi vísun í opnunarsýningu Þjóðleikhússins á sínum tíma? „Álfahöllin vísar til upphafsins en þó helst til þeirrar eilífu nauðsynjar Íslendinga til þess að búa sér til álfahallir til þess að umbera hinn óbærilega raunveruleika.“Endurnýjað umboð Þorleifur segist stilla þessu þannig upp að Þjóðleikhúsið sé að endurnýja umboð sitt frá þjóðinni. „Við sem listamenn erum að horfast í augu við það að í þessu nýtilkomna góðæri erum við samt að skilja eftir svöðusár eftir hrunið. Hið eilífa svöðusár fátæktarinnar sem stóð galopið eftir síðasta góðæri og hrun og við erum að skilja eftir. Sár sem er ekki að gróa og við erum ekki að græða. En við listamennirnir erum orðnir svo passasamir með að tala um hluti sem skipta máli, verja þá sem veikastir standa og standa upp fyrir grundvallar mannréttindum og vera pólitískt rétttrúandi að við erum í raun orðnir allt of uppteknir af okkur sjálfum. Þess vegna þurfum við að endurnýja umboð okkar til þess að tala um, rannsaka og spegla samfélagið. Við þurfum að endurnýja umboðið með því að skoða samfélagið sem við búum í og leikararnir gerðu það með því að leggjast í miklar samfélagsrannsóknir. Ólafía Hrönn hefur til að mynda verið að rannsaka fátækt og í þeirri vinnu var hún alltaf að rekast á Mikael Torfason því þau voru að tala við sama fólkið. Rannsóknin sem Ólafía Hrönn var að vinna að var ein af mörgum en hún varð hvað mest aðkallandi. Hvernig stendur á að svo sár fátækt og alvarleg mannréttindabrot eiga sér stað á Íslandi? Hvernig stendur á því að við erum búin að týna samfélagshugsuninni um að við séum ekki sterkari en okkar veikasti hlekkur? En til þess að endurnýja umboð okkar þurfum við líka að skoða hvaðan við komum. Okkar sögu. Við skoðum hvernig leikhúsið hefur í gegnum árin fjallað um samfélag sitt. Hvernig stendur á því að þá fátækasta land Evrópu byggði sér þessa miklu byggingu sem kastala utan um hugsjónir okkar? Álfahöllin er staður þar sem við stígum út úr raunveruleikanum og inn í fantasíuna en til þess helst að skoða okkur sjálf.“Þetta er ólíðandi Þorleifur segir að í raun þurfi allir sem koma að sýningu á borð við þessa að stíga út fyrir þægindarammann og inn í óttann, bæði sem listamenn og einstaklingar. „Allir og ég líka þurfa að sjá, þegar hækjurnar okkar og afsakanirnar eru farnar, hvað stendur eftir. Þetta hugrekki þjóðleikhússtjóra sem ég nefndi áðan er því líka til staðar í leikmunadeildinni, förðun, búningum, leikurunum og hjá öllu þessu fólki sem hefur þurft að gjörbreyta ferlunum sínum af því að það kannski bara breytist frá degi til dags hvernig þetta á að líta út. Það er magnað að leikhúsið hafi gefið svigrúm og tíma og sagt okkur að framkvæma. Út frá því spratt þessi hugmynd að því að leita til þjóðarinnar með að senda okkur leikföng þegar við fórum að vinna með barnafátæktina. Þessa fátækt sem er óskiljanleg en krafði okkur um sviðsetningu og þá þurftum við að finna leið. Svara ákallinu í þessu listræna frelsi.“ Varð ykkur hverft við þegar þið fóruð að skoða samfélagið? „Já, mér er miklu meira niðri fyrir en þegar við vorum að byrja. Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jafn ömurlegt og það er. Ég vinn mikið erlendis og fylgist vel með því sem er að gerast í samfélagslegri umræðu í bæði Bandaríkjunum og ekki síður á meginlandi Evrópu þar sem er mikil umræða um misskiptingu.“En síðan kemur maður heim og það eru allir að tala um að hér ríki meira jafnræði og að hér sé rosa góðæri en svo þegar maður kíkir undir skrápinn þá blasir við ótrúleg eymd. Maður upplifir þetta sem svo hræsnisfullt að við séum að berja okkur á brjóst fyrir að hér sé allt svo frábært og við höfum það svo gott á meðan stór hluti þjóðarinnar nær varla endum saman, er alltaf einu áfalli frá því að falla niður í fátækt. Og þeir sem eru fátækir eru í algjörri gildru. Þaðan er engin leið út og þetta er bara ólíðandi,“ segir Þorleifur og er mikið niðri fyrir.Grið fyrir gagnrýni „Ég er samt að reyna að passa mig því ég er listamaður en ekki félagsfræðingur. Ég tek persónulega þátt í ákveðnu starfi en það er fyrir utan leikhúsið og ég reyni að halda því þar vegna þess að leikhúsið á ekki að verða að einhvers konar sósíalstofnun. En það á að sýna fólki undir skrápinn og við erum að leita að listrænni leið til þess. Leikhúsið er kannski síðasti samkomustaðurinn okkar sem er einvörðungu þarna til þess að við fáum sameiginlega upplifun á því hvernig aðrar manneskjur hafa það, er þarna til þess að við eflum samlíðan og samfélagslega hugsun. Ég held að það sé kjarninn sem við erum búin að glata með einstaklingshyggjunni. Við verðum að hafa útópískar hugmyndir. Við verðum að búa yfir samfélagshugmyndum af því að hitt dugar ekki. Mín tilfinning er stundum að það sé samfélagsleg og pólitísk sátt um fátækt á Íslandi. Ég er Þjóðleikhúsinu því þakklátur fyrir að halda í þessa vegferð með það að markmiði að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu án þess að við ætlum að vera að setja okkur á háan hest. En þetta verður að vera hluti af leikhúsinu og ef við höfum áhuga á einhverju öðru en kapítalísku leikhúsi þá þurfum við skapa ramma utan um það. Við þurfum á því að halda að einhvers staðar séu grið fyrir gagnrýni í íslensku samfélagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Maður kemst ekki hjá því að finna eldmóðinn. Ólgandi kraftinn og einlæga ástríðuna sem brennur innra með Þorleifi Erni Arnarssyni leikstjóra sem þessa dagana er að leggja lokahönd á Álfahöllina, leiksýningu á stóra sviði Þjóðleikhússins. Húsinu sem var hér áður fyrr kennt við álfahöllina í Nýársnóttinni, eftir Indriða Einarsson, opnunarsýningu Þjóðleikhússins árið 1950. Þorleifur er eilítið óðamála fyrst eftir að næst í skottið á honum enda í mörg horn að líta en hann gefur sér þó tíma til þess að tala um það sem hann er að fást við þessa dagana. „Við erum að umskrifa lokin á sýningunni,“ segir Þorleifur en frumsýning er næstkomandi laugardagskvöld svo það er víst óhætt að segja að hann sé óhræddur við að gera breytingar á lokasprettinum. „Já, ég hef hent sýningu viku fyrir frumsýningu og byrjað upp á nýtt. En núna er málið að fyrir fimm vikum vorum við bara með hugmyndir og langanir og kannski ákveðna samfélagslega og listræna nauðsyn. Nú fyrst erum við komin með efniviðinn og það verður unnið í honum þangað til tjaldið verður dregið frá, rétt eins og síðasta smiðshöggið skall andrá áður en tjaldið fór frá á frumsýningunni 1950.“Listin á að rannsaka Þorleifur segir að það sé í raun ótrúlega gaman að Þjóðleikhúsið skuli hafa haft hugrekki til þess að veita þessari sýningu farveg. „Ari Matthíasson sýnir ákveðið hugrekki að láta stóra sviðið undir sýningu á þeirri forsendu að listamennirnir finni að það er einhver undiralda sem þarf að kljást við, án þess að þeir geti enn útskýrt það nánar. Samt búum við á tímum þar sem alltaf allt á að útskýrast – allt er skilgreint og áþreifanlegt. En listin, við erum soldið búin að gleyma því, hún á að rannsaka. Og ef við þorum ekki að leyfa listamönnum að rannsaka þá verða þeir að þessum latte-lepjandi aumingjum sem popúlista hægrið heldur fram. Og það má alveg velta því fyrir sér hvort við höfum sofnað á verðinum og þurfum því að endurnýja umboðið okkar. Við erum að minnsta kosti að gera eins heiðarlega tilraun til þess og okkur er framast unnt á stóra sviði Þjóðleikhússins.“ En hvers vegna er titill sýningarinnar þá þessi vísun í opnunarsýningu Þjóðleikhússins á sínum tíma? „Álfahöllin vísar til upphafsins en þó helst til þeirrar eilífu nauðsynjar Íslendinga til þess að búa sér til álfahallir til þess að umbera hinn óbærilega raunveruleika.“Endurnýjað umboð Þorleifur segist stilla þessu þannig upp að Þjóðleikhúsið sé að endurnýja umboð sitt frá þjóðinni. „Við sem listamenn erum að horfast í augu við það að í þessu nýtilkomna góðæri erum við samt að skilja eftir svöðusár eftir hrunið. Hið eilífa svöðusár fátæktarinnar sem stóð galopið eftir síðasta góðæri og hrun og við erum að skilja eftir. Sár sem er ekki að gróa og við erum ekki að græða. En við listamennirnir erum orðnir svo passasamir með að tala um hluti sem skipta máli, verja þá sem veikastir standa og standa upp fyrir grundvallar mannréttindum og vera pólitískt rétttrúandi að við erum í raun orðnir allt of uppteknir af okkur sjálfum. Þess vegna þurfum við að endurnýja umboð okkar til þess að tala um, rannsaka og spegla samfélagið. Við þurfum að endurnýja umboðið með því að skoða samfélagið sem við búum í og leikararnir gerðu það með því að leggjast í miklar samfélagsrannsóknir. Ólafía Hrönn hefur til að mynda verið að rannsaka fátækt og í þeirri vinnu var hún alltaf að rekast á Mikael Torfason því þau voru að tala við sama fólkið. Rannsóknin sem Ólafía Hrönn var að vinna að var ein af mörgum en hún varð hvað mest aðkallandi. Hvernig stendur á að svo sár fátækt og alvarleg mannréttindabrot eiga sér stað á Íslandi? Hvernig stendur á því að við erum búin að týna samfélagshugsuninni um að við séum ekki sterkari en okkar veikasti hlekkur? En til þess að endurnýja umboð okkar þurfum við líka að skoða hvaðan við komum. Okkar sögu. Við skoðum hvernig leikhúsið hefur í gegnum árin fjallað um samfélag sitt. Hvernig stendur á því að þá fátækasta land Evrópu byggði sér þessa miklu byggingu sem kastala utan um hugsjónir okkar? Álfahöllin er staður þar sem við stígum út úr raunveruleikanum og inn í fantasíuna en til þess helst að skoða okkur sjálf.“Þetta er ólíðandi Þorleifur segir að í raun þurfi allir sem koma að sýningu á borð við þessa að stíga út fyrir þægindarammann og inn í óttann, bæði sem listamenn og einstaklingar. „Allir og ég líka þurfa að sjá, þegar hækjurnar okkar og afsakanirnar eru farnar, hvað stendur eftir. Þetta hugrekki þjóðleikhússtjóra sem ég nefndi áðan er því líka til staðar í leikmunadeildinni, förðun, búningum, leikurunum og hjá öllu þessu fólki sem hefur þurft að gjörbreyta ferlunum sínum af því að það kannski bara breytist frá degi til dags hvernig þetta á að líta út. Það er magnað að leikhúsið hafi gefið svigrúm og tíma og sagt okkur að framkvæma. Út frá því spratt þessi hugmynd að því að leita til þjóðarinnar með að senda okkur leikföng þegar við fórum að vinna með barnafátæktina. Þessa fátækt sem er óskiljanleg en krafði okkur um sviðsetningu og þá þurftum við að finna leið. Svara ákallinu í þessu listræna frelsi.“ Varð ykkur hverft við þegar þið fóruð að skoða samfélagið? „Já, mér er miklu meira niðri fyrir en þegar við vorum að byrja. Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jafn ömurlegt og það er. Ég vinn mikið erlendis og fylgist vel með því sem er að gerast í samfélagslegri umræðu í bæði Bandaríkjunum og ekki síður á meginlandi Evrópu þar sem er mikil umræða um misskiptingu.“En síðan kemur maður heim og það eru allir að tala um að hér ríki meira jafnræði og að hér sé rosa góðæri en svo þegar maður kíkir undir skrápinn þá blasir við ótrúleg eymd. Maður upplifir þetta sem svo hræsnisfullt að við séum að berja okkur á brjóst fyrir að hér sé allt svo frábært og við höfum það svo gott á meðan stór hluti þjóðarinnar nær varla endum saman, er alltaf einu áfalli frá því að falla niður í fátækt. Og þeir sem eru fátækir eru í algjörri gildru. Þaðan er engin leið út og þetta er bara ólíðandi,“ segir Þorleifur og er mikið niðri fyrir.Grið fyrir gagnrýni „Ég er samt að reyna að passa mig því ég er listamaður en ekki félagsfræðingur. Ég tek persónulega þátt í ákveðnu starfi en það er fyrir utan leikhúsið og ég reyni að halda því þar vegna þess að leikhúsið á ekki að verða að einhvers konar sósíalstofnun. En það á að sýna fólki undir skrápinn og við erum að leita að listrænni leið til þess. Leikhúsið er kannski síðasti samkomustaðurinn okkar sem er einvörðungu þarna til þess að við fáum sameiginlega upplifun á því hvernig aðrar manneskjur hafa það, er þarna til þess að við eflum samlíðan og samfélagslega hugsun. Ég held að það sé kjarninn sem við erum búin að glata með einstaklingshyggjunni. Við verðum að hafa útópískar hugmyndir. Við verðum að búa yfir samfélagshugmyndum af því að hitt dugar ekki. Mín tilfinning er stundum að það sé samfélagsleg og pólitísk sátt um fátækt á Íslandi. Ég er Þjóðleikhúsinu því þakklátur fyrir að halda í þessa vegferð með það að markmiði að stuðla að ákveðinni vitundarvakningu án þess að við ætlum að vera að setja okkur á háan hest. En þetta verður að vera hluti af leikhúsinu og ef við höfum áhuga á einhverju öðru en kapítalísku leikhúsi þá þurfum við skapa ramma utan um það. Við þurfum á því að halda að einhvers staðar séu grið fyrir gagnrýni í íslensku samfélagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira