Romo hættur og farinn í sjónvarpið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 08:30 Romo kveður Kúrekana en ekki NFL-deildina. vísir/getty Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira