Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum undirritaður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent