Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum undirritaður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira