Heilagt hjónaband Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á morgun fögnum við sumardeginum fyrsta. Það er margt gott við sumarið, m.a. það að þá ganga margir í heilagt hjónaband, ýmist trúarlega eða borgaralega. Það gleður alltaf hjarta mitt að horfa á brúðhjónin ganga inn kirkjugólfið til að bera fram heit sín um ást, trúfesti og virðingu; hinar þrjár stoðir hjónabandsins. Ég held að gott hjónaband snúist um að vanda sig. Tengslin í lífinu skipta mestu máli og eigi ástúðarbönd að styrkjast þarf maður að vanda sig. Ég sá um daginn rúmlega 40 ára gamla ljósmynd á Fb-síðu vinar míns af nokkrum hjónum standandi fyrir utan heimili foreldra hans. Yst á myndinni voru foreldrar mínir og það sem gladdi mig mest var að sjá hvernig þau héldust í hendur. Ég átti alltaf þá góðu tilfinningu á uppvaxtarárunum að þau lifðu í góðu hjónabandi. Þessi mynd minnti mig á það og kallaði fram þakklæti. Ekki vegna þess að hjónaband foreldra minna hafi verið átakalaust heldur vegna þess að það var heilagt. Hugtakið heilagt hjónaband er ekkert guðsorðagjálfur. Það sem er heilagt er frátekið. Hjón velja að vera frátekin fyrir hvort annað. Ytri þættir skipta þar minnstu máli heldur er það inntakið sem öllu varðar. Í hjónabandi ber fólk ekki ábyrgð hvort á öðru heldur bera hjón ábyrgð á sjálfu sér og framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hjón eru tveir fullveðja jafningjar sem velja að vera vitni að lífi hvor annars og deila kjörum. Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Þá skilur maður hvað er heilagt við hjónabandið. Ég óska brúðhjónum sumarsins heilla og hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Á morgun fögnum við sumardeginum fyrsta. Það er margt gott við sumarið, m.a. það að þá ganga margir í heilagt hjónaband, ýmist trúarlega eða borgaralega. Það gleður alltaf hjarta mitt að horfa á brúðhjónin ganga inn kirkjugólfið til að bera fram heit sín um ást, trúfesti og virðingu; hinar þrjár stoðir hjónabandsins. Ég held að gott hjónaband snúist um að vanda sig. Tengslin í lífinu skipta mestu máli og eigi ástúðarbönd að styrkjast þarf maður að vanda sig. Ég sá um daginn rúmlega 40 ára gamla ljósmynd á Fb-síðu vinar míns af nokkrum hjónum standandi fyrir utan heimili foreldra hans. Yst á myndinni voru foreldrar mínir og það sem gladdi mig mest var að sjá hvernig þau héldust í hendur. Ég átti alltaf þá góðu tilfinningu á uppvaxtarárunum að þau lifðu í góðu hjónabandi. Þessi mynd minnti mig á það og kallaði fram þakklæti. Ekki vegna þess að hjónaband foreldra minna hafi verið átakalaust heldur vegna þess að það var heilagt. Hugtakið heilagt hjónaband er ekkert guðsorðagjálfur. Það sem er heilagt er frátekið. Hjón velja að vera frátekin fyrir hvort annað. Ytri þættir skipta þar minnstu máli heldur er það inntakið sem öllu varðar. Í hjónabandi ber fólk ekki ábyrgð hvort á öðru heldur bera hjón ábyrgð á sjálfu sér og framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hjón eru tveir fullveðja jafningjar sem velja að vera vitni að lífi hvor annars og deila kjörum. Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Þá skilur maður hvað er heilagt við hjónabandið. Ég óska brúðhjónum sumarsins heilla og hamingju.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun