Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 19:03 Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir. Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir.
Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11