Sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla tekur stökk í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2017 10:46 Chevrolet Volt hefur selst ágætlega það sem af er ári í Bandaríkjunum. Sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla hefur aukist mjög á þessu ári og seldust alls 41.000 slíkir bílar í mars. Aukningin á milli ára nam 20% í tilfelli rafmagnsbíla og 58% í tengiltvinnbílum. Þessi aukning er að mestu fólgin í góðri sölu á heimaframleiddum bílum, en að auki gekk reyndar ágætlega í sölu einstakra bílgerða frá erlendum framleiðendum. Hjá Ford jókst salan um 61% og hreinræktaðir rafmagnsbílar frá Ford fjórfölduðust í sölu. Hjá General Motors gekk enn betur og varð 67% aukning og átti ágæt sala Chevrolet Bolt og Volt þar mestan þátt. Hjá Honda og BMW gekk ágætlega að selja rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla og fimmfaldaðist til dæmis salan hjá Honda. Sala BMW i3 rafmagnsbílsins tvöfaldaðist og tengiltvinnbílasala BMW jókst um 79%. Sala Nissan Leaf jókst um 19% og sala rafmagnsbíla Volkswagen tvöfaldaðist, en sala eingöngu e-Golf fjórfaldaðist. Verr gekk hjá Toyota en sala Hybrid bíla þeirra minnkaði um 8,4%, en sala Prius Plug-In-Hybrid margfaldaðist þó. Sala Hybrid bíla Lexus minnkaði um 24%. Sala bíla með rafmagsndrifrás að hluta eða öllu leiti hefur vaxið um 23% í Bandaríkjunum á árinu og nam 109.292 bílum við enda marsmánaðar. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent
Sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla hefur aukist mjög á þessu ári og seldust alls 41.000 slíkir bílar í mars. Aukningin á milli ára nam 20% í tilfelli rafmagnsbíla og 58% í tengiltvinnbílum. Þessi aukning er að mestu fólgin í góðri sölu á heimaframleiddum bílum, en að auki gekk reyndar ágætlega í sölu einstakra bílgerða frá erlendum framleiðendum. Hjá Ford jókst salan um 61% og hreinræktaðir rafmagnsbílar frá Ford fjórfölduðust í sölu. Hjá General Motors gekk enn betur og varð 67% aukning og átti ágæt sala Chevrolet Bolt og Volt þar mestan þátt. Hjá Honda og BMW gekk ágætlega að selja rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla og fimmfaldaðist til dæmis salan hjá Honda. Sala BMW i3 rafmagnsbílsins tvöfaldaðist og tengiltvinnbílasala BMW jókst um 79%. Sala Nissan Leaf jókst um 19% og sala rafmagnsbíla Volkswagen tvöfaldaðist, en sala eingöngu e-Golf fjórfaldaðist. Verr gekk hjá Toyota en sala Hybrid bíla þeirra minnkaði um 8,4%, en sala Prius Plug-In-Hybrid margfaldaðist þó. Sala Hybrid bíla Lexus minnkaði um 24%. Sala bíla með rafmagsndrifrás að hluta eða öllu leiti hefur vaxið um 23% í Bandaríkjunum á árinu og nam 109.292 bílum við enda marsmánaðar.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent