Stefnir í 30 milljón bíla sölu í Kína í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2017 09:34 Bílaumferð í Kína. Sala bíla í Kína, stærsta bílamarkaði heims, á fyrsta ársfjórðungi ársins fór fram úr spám sérfræðinga. Gert hafði verið ráð fyrir 5% vexti á milli ára en hann reyndist 7%. Í mars einum seldust 2,5 milljón bílar, en það er 125 sinnum meira en búast má að seljist af bílum hér á landi allt árið. Sú aðgerð stjórnvalda í Kína að hækka skatta á bíla með 1,6 lítra vélar eða minni um síðustu áramót frá 5% í 7,5% virðist ekki hafa minnkað eftirspurnina, en við því hafði verið búist. Þessi skattur mun svo hækka í 10% á næsta ári, en tímabundinn lægri skattur á bíla með lítið sprengirými var settur á til að auka sölu á sparneytnum og minna mengandi bílum í landinu. Bandarísku bílaframleiðendunum Ford og GM hefur gengið afar vel að selja bíla sína í Kína á undanförnum árum, en nú virðist kominn mótvindur í seglin og Ford býst við minnkandi sölu í ár og GM upplifði samdrátt á fyrsta fjórðungnum um 5,2%. Annað er uppá teningnum hjá frmleiðendum eins og Honda sem býður gott úrval af jepplingum en þar varð vöxtur uppá 16,6% á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Ef fer fram sem horfir með góðan vöxt í bílasölu í Kína gæti heildarsalan náð 30 milljónum bíla, en sem dæmi þá seldust um 17,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum í fyrra, næst stærsta bílamarkaði heims. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent
Sala bíla í Kína, stærsta bílamarkaði heims, á fyrsta ársfjórðungi ársins fór fram úr spám sérfræðinga. Gert hafði verið ráð fyrir 5% vexti á milli ára en hann reyndist 7%. Í mars einum seldust 2,5 milljón bílar, en það er 125 sinnum meira en búast má að seljist af bílum hér á landi allt árið. Sú aðgerð stjórnvalda í Kína að hækka skatta á bíla með 1,6 lítra vélar eða minni um síðustu áramót frá 5% í 7,5% virðist ekki hafa minnkað eftirspurnina, en við því hafði verið búist. Þessi skattur mun svo hækka í 10% á næsta ári, en tímabundinn lægri skattur á bíla með lítið sprengirými var settur á til að auka sölu á sparneytnum og minna mengandi bílum í landinu. Bandarísku bílaframleiðendunum Ford og GM hefur gengið afar vel að selja bíla sína í Kína á undanförnum árum, en nú virðist kominn mótvindur í seglin og Ford býst við minnkandi sölu í ár og GM upplifði samdrátt á fyrsta fjórðungnum um 5,2%. Annað er uppá teningnum hjá frmleiðendum eins og Honda sem býður gott úrval af jepplingum en þar varð vöxtur uppá 16,6% á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Ef fer fram sem horfir með góðan vöxt í bílasölu í Kína gæti heildarsalan náð 30 milljónum bíla, en sem dæmi þá seldust um 17,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum í fyrra, næst stærsta bílamarkaði heims.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent