Erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 22:47 Stór ferðadagur er á morgun en best er að hafa veðurspána á hreinu áður en lagt er í hann. Vísir/Vilhelm „Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira