Erlent

Eftirköst „móður allra sprengja“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Afganskar öryggissveitir að störfum í Achin-umdæmi í dag.
Afganskar öryggissveitir að störfum í Achin-umdæmi í dag. Vísir/AFP
Afgangskar öryggissveitir taka nú þátt í aðgerðum gegn vígamönnum íslamska ríkisins í Achin-umdæmi í Nangarhar-héraði í Afganistan. Unnið er að aðgerðunum í kjölfar sprengju sem Bandaríkjaher varpaði á svæðinu í gær. Sprengjan varð 36 ISIS-liðum að bana en afgönsk yfirvöld sögðu enga almenna borgara hafa látist í árásinni. Fréttaveitan AFP greinir frá.

Þá er fjöldi blaðamanna og ljósmyndara á svæðinu sem bíða eftir að komast að staðnum þar sem sprengjunni var varpað.

Hér fyrir neðan má sjá tíst frá blaðamanni á vettvangi:

Ekki er vitað hvenær fjölmiðlamönnum verður hleypt nær vettvangi en afgönsk lögregluyfirvöld telja að enn séu ISIS-liðar á svæðinu.

Reykur gaus upp eftir loftárás afganskra öryggissveita á vígamenn íslamska ríkisins í Achin-umdæmi í Afganistan.Vísir/AFP
John W. Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna í Afganistan, segir ákvörðunina að varpa sprengjunni umræddu hafa verið rétta. Hann segist hafa verið í samskiptum við ráðamenn í Washington, en hann hafi talið hernaðarlega þörf á sprengjunni. Notkun hennar hafi ekki verið tilkominn vegna stjórnmála.

Bandaríski herinn hefur einnig birt myndband sem sýnir þegar „móður allra sprengja“ var varpað á jarðgangasvæði hryðjuverkasamtakanna ISIS í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×