Brottflutningur almennra borgara hafinn í fjórum sýrlenskum bæjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 11:51 Sjúkraliðar Rauða hálfmánans bíða eftir fólki frá bænum Kafraya í grennd við Aleppo í dag. Vísir/Afp Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum. Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34