Fræg fyrirsæta gerir sitt til að hjálpa Hannover að komast upp í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 13:00 Mynd/Samsett/Getty Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira