Veðrið elt Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 16. apríl 2017 10:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir „Á stórri eyju, nyrst í Atlantshafi, hefur nokkuð sérstakur ættbálkur tekið sér bólfestu. Þetta litla samfélag einkennist helst af næstum vítaverðu kæruleysi og fullkomnum skorti á forsjálni. Í þessum þætti skoðum við hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi.“ Fólk frá ýmsum hornum heims leggur upp í draumaferðalagið, brúðkaupsferðina eða hyggst jafnvel halda brúðkaupið sjálft hér á Íslandi. Eftir ár, eða tvö, ætlar það að lenda á Keflavíkurvelli, sjá norðurljós og hvali, spila golf í miðnætursólinni og borða fusion-fiskrétt. Flugið er borgað strax en fyrir hótelgistingu og bílaleigubíl nægir að punga út bókunargjaldi. Mér finnst mig næstum skorta forsendur til að vorkenna ferðamönnunum sem lifa við að hlutirnir kosti það sama ár eftir ár og verða snarhissa við komuna hingað til lands. Þau sem voru svo skipulögð, svo forsjál. Ferðamenn sem koma frá stöðum þar sem snjórinn sest í fjöllin á tilsettum degi og fjöllin eru ekki mikið í því að springa í loft upp.SértrúarsöfnuðurVið heimafólkið skipuleggjum hinsvegar eiginlega ekki ferðalög. Hoppum bara á tilboð „í sólina“ eftir nokkrar vikur eða upp í bíl á morgun með svefnstaðinn í eftirdragi til að „elta veðrið“. Kannski lýsir það okkur sem samfélagi best: Við eltum veðrið.Við er hér nokkuð loðið hugtak. Einhver sagði að við værum öll afkomendur ofvirkra Norðmanna með athyglisbrest en var um hæl bent á að þótt eitthvað flugfélag haldi því fram í væmnum bezt-í-heimi-auglýsingum að hér geti allir rekið ættir sínar til landnáms þá séu Íslendingar raunar allskonar. Ég veit að við erum ekki öll jafn óskipulögð og Skeifan og að sum okkar eru ennþá á leiðinni úr flóttamannabúðunum. En ef það eru einhver gildi sem hinir nýju Íslendingar gætu tileinkað sér til að falla í hópinn, þá hafa þau ekkert með kristni að gera. Hér trúum við á að „þetta reddist“. Eldri en tvæveturVið getum alveg hlegið endalaust að fólkinu sem mætir og spyr klukkan hvað norðurljósin byrji, hneykslast á eldfjöllum sem fella niður flug eða leggur á Kjöl á krúttbíl. En það er kannski okkar hegðun sem er undarleg. Okkur finnst eðlilegt að gengi krónunnar sveiflist eins og vindhani í Vestmannaeyjum og að hvalir og norðurljós séu áreiðanlegri breytur en tölurnar í heimabankanum. Sumir segja að við kunnum ekki að spara því verðbólgan hefur alltaf kokgleypt allt slíkt með eins og einu skoti af brennivíni. Aðrir að ekki sé nógu langt síðan íbúar landsins gátu ekki gert ráð fyrir að lifa veturinn af, enda aldur fólks ekki talinn í sumrum á íslensku. Og það fer fyrir lítið að eiga miða til Tene eftir tvö ár ef frostaveturinn mikli ákveður að halda upp á aldarafmæli sitt með tilheyrandi mannfalli.Veðrið og verðiðÉg held að þetta sé geggjunarkokteill af veðurfars- og verðlagsbreytingum. Við vitum aldrei hvernig veðrið né verðið verður á morgun. Því er vissara að æða af stað í dag og eyða í dag. Kannski er „þetta reddast“ viðbragðið það eina í stöðunni. Því miður þurfum við ekki að aðlaga okkur að hinum, bráðum munu allir þekkja okkar veruleika. Takk loftslagsbreytingar. Takk Trump, takk Brexit.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr febrúarblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn. Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour
„Á stórri eyju, nyrst í Atlantshafi, hefur nokkuð sérstakur ættbálkur tekið sér bólfestu. Þetta litla samfélag einkennist helst af næstum vítaverðu kæruleysi og fullkomnum skorti á forsjálni. Í þessum þætti skoðum við hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi.“ Fólk frá ýmsum hornum heims leggur upp í draumaferðalagið, brúðkaupsferðina eða hyggst jafnvel halda brúðkaupið sjálft hér á Íslandi. Eftir ár, eða tvö, ætlar það að lenda á Keflavíkurvelli, sjá norðurljós og hvali, spila golf í miðnætursólinni og borða fusion-fiskrétt. Flugið er borgað strax en fyrir hótelgistingu og bílaleigubíl nægir að punga út bókunargjaldi. Mér finnst mig næstum skorta forsendur til að vorkenna ferðamönnunum sem lifa við að hlutirnir kosti það sama ár eftir ár og verða snarhissa við komuna hingað til lands. Þau sem voru svo skipulögð, svo forsjál. Ferðamenn sem koma frá stöðum þar sem snjórinn sest í fjöllin á tilsettum degi og fjöllin eru ekki mikið í því að springa í loft upp.SértrúarsöfnuðurVið heimafólkið skipuleggjum hinsvegar eiginlega ekki ferðalög. Hoppum bara á tilboð „í sólina“ eftir nokkrar vikur eða upp í bíl á morgun með svefnstaðinn í eftirdragi til að „elta veðrið“. Kannski lýsir það okkur sem samfélagi best: Við eltum veðrið.Við er hér nokkuð loðið hugtak. Einhver sagði að við værum öll afkomendur ofvirkra Norðmanna með athyglisbrest en var um hæl bent á að þótt eitthvað flugfélag haldi því fram í væmnum bezt-í-heimi-auglýsingum að hér geti allir rekið ættir sínar til landnáms þá séu Íslendingar raunar allskonar. Ég veit að við erum ekki öll jafn óskipulögð og Skeifan og að sum okkar eru ennþá á leiðinni úr flóttamannabúðunum. En ef það eru einhver gildi sem hinir nýju Íslendingar gætu tileinkað sér til að falla í hópinn, þá hafa þau ekkert með kristni að gera. Hér trúum við á að „þetta reddist“. Eldri en tvæveturVið getum alveg hlegið endalaust að fólkinu sem mætir og spyr klukkan hvað norðurljósin byrji, hneykslast á eldfjöllum sem fella niður flug eða leggur á Kjöl á krúttbíl. En það er kannski okkar hegðun sem er undarleg. Okkur finnst eðlilegt að gengi krónunnar sveiflist eins og vindhani í Vestmannaeyjum og að hvalir og norðurljós séu áreiðanlegri breytur en tölurnar í heimabankanum. Sumir segja að við kunnum ekki að spara því verðbólgan hefur alltaf kokgleypt allt slíkt með eins og einu skoti af brennivíni. Aðrir að ekki sé nógu langt síðan íbúar landsins gátu ekki gert ráð fyrir að lifa veturinn af, enda aldur fólks ekki talinn í sumrum á íslensku. Og það fer fyrir lítið að eiga miða til Tene eftir tvö ár ef frostaveturinn mikli ákveður að halda upp á aldarafmæli sitt með tilheyrandi mannfalli.Veðrið og verðiðÉg held að þetta sé geggjunarkokteill af veðurfars- og verðlagsbreytingum. Við vitum aldrei hvernig veðrið né verðið verður á morgun. Því er vissara að æða af stað í dag og eyða í dag. Kannski er „þetta reddast“ viðbragðið það eina í stöðunni. Því miður þurfum við ekki að aðlaga okkur að hinum, bráðum munu allir þekkja okkar veruleika. Takk loftslagsbreytingar. Takk Trump, takk Brexit.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr febrúarblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn.
Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour