Reykjaneshöfn tapaði 427,8 milljónum króna í fyrra og var bókfært eigið fé hennar þá neikvætt um 5.455 milljónir króna. Þetta kom fram í tilkynningu hafnarinnar til Kauphallar Íslands en eiginfjárhlutfall hennar var neikvætt um 179 prósent í árslok 2016.
Samkvæmt ársreikningi Reykjaneshafnar, sem er í eigu Reykjanesbæjar, var í fjárhagsáætlun hennar fyrir 2016 gert ráð fyrir að kísilver United Silicon í Helguvík myndi hefja starfsemi á árinu. Það gekk eftir en þó seinna en fyrirhugað var. Einnig var reiknað með að uppbygging á kísilveri Thorsil ehf. myndi hefjast á næstu lóð með auknum tekjum því samfara fyrir höfnina. Fjármögnun Thorsil hefur aftur á móti dregist, og enn er langt í land, eins og kom fram í Markaðnum í síðustu viku.
„Það leiddi til þess að tekjuáætlanir ársins breyttust verulega miðað við samþykkta fjárhagsáætlun. Tekjuaukning varð þó á árinu umfram áætlun í öðrum þáttum starfseminnar vegna aukinnar skipaumferðar. Einnig var aukning í þjónustutekjum og vörugjöldum sem má rekja meðal annars til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli ásaumt aukningu á flugumferð um völlinn,“ segir í ársreikningnum.
Reykjaneshöfn á enn í viðræðum við kröfuhafa sína en þær hafa farið fram síðan í lok 2015. Þá lá fyrir að höfnin gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar en nú er vonast til að viðræðum ljúki á þessu ári. Þangað til leikur vafi á rekstrarhæfi hafnarinnar þrátt fyrir að uppbygging í Helguvík eigi að leiða til tekjuaukningar á komandi árum.
Höfnin tapaði 428 milljónum króna
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið




Semja um fjögurra milljarða króna lán
Viðskipti innlent

Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

E. coli í frönskum osti
Neytendur

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

