Audi RS6 rústar Nissan GT-R í spyrnu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 14:34 Hver hefði trúað því að Audi RS6 rúllaði upp Nissan GT-R í spyrnu. Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent