Lúxus markaðurinn tekur við sér Ritstjórn skrifar 11. apríl 2017 12:45 Rekstur Hermés hefur gengið vonum framar á seinasta ári. Mynd/Getty Eftir nokkurra ára baráttu í lúxus markaðinum hafa stærstu fyrirtækin loksins tilkynnt um sölutölur sem hafa farið framúr væntingum. Kering, sem á meðal annars Gucci, LVMH, sem á meðal annars Louis Vuitton og svo Hermés hafa greint frá því að hagnaður fyrirtækjana hafi farið framúr björtustu vonum á fyrsta ársfjórðungi 2017. Seinustu ár hafa verið erfið fyrir slík fyrirtæki. Mikið hefur verið einblínt á að koma niður fótum í Kína en svo virðist sem viðskiptavinir þar hafi lítinn áhuga á að versla þar í landi. Þegar markaðirnir í Frakklandi lokuðu í gær tilkynnti LVMH að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 15% á milli ára. Sömuleiðis tilkynntu Kering og Hermés að reksturinn væri loksins á góðri leið. Samkvæmt tilkynningu frá LVMH segir að betra rekstrarumhverfi og aukinn áhugi viðskiptavina á lúxus varningi sé að skila sér en að framtíðin væri þó enn óljós. Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Kendall Jenner og A$AP Rocky byrjuð aftur saman Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Smáatriðin skipta máli hjá Chanel Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour
Eftir nokkurra ára baráttu í lúxus markaðinum hafa stærstu fyrirtækin loksins tilkynnt um sölutölur sem hafa farið framúr væntingum. Kering, sem á meðal annars Gucci, LVMH, sem á meðal annars Louis Vuitton og svo Hermés hafa greint frá því að hagnaður fyrirtækjana hafi farið framúr björtustu vonum á fyrsta ársfjórðungi 2017. Seinustu ár hafa verið erfið fyrir slík fyrirtæki. Mikið hefur verið einblínt á að koma niður fótum í Kína en svo virðist sem viðskiptavinir þar hafi lítinn áhuga á að versla þar í landi. Þegar markaðirnir í Frakklandi lokuðu í gær tilkynnti LVMH að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 15% á milli ára. Sömuleiðis tilkynntu Kering og Hermés að reksturinn væri loksins á góðri leið. Samkvæmt tilkynningu frá LVMH segir að betra rekstrarumhverfi og aukinn áhugi viðskiptavina á lúxus varningi sé að skila sér en að framtíðin væri þó enn óljós.
Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Kendall Jenner og A$AP Rocky byrjuð aftur saman Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Smáatriðin skipta máli hjá Chanel Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour