Blikur á lofti hjá lúxusbílaframleiðendum vegna dísilbílaáherslu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 09:35 90% bíla Land Rover eru knúnir dísilvélum. Mikil og almenn andstaða við dísilbíla og mengun þeirra í kjölfar dísilvélasvindlsins og meiri þekkingar á eðli mengunar þeirra ætti að valda mörgum lúxusbílaframleiðandanum áhyggjum. Margir þeirra hafa haft mikla áherslu á dísilvélar í bílum sínum og sem dæmi eru 95% bíla Land Rover sem seldir hafa verið á þessu ári knúnir dísilvélum. Hátt hlutfall þeirra á líka við aðra lúxusbílaframleiðendur því þetta á við 90% bíla Jaguar, 80% bíla Volvo, 75% bíla BMW, og 70% bíla Audi og Mercedes Benz. Hlutfallið hefur aukist frá fyrra ári í tilfelli Jaguar Land Rover en minnkað hjá öllum hinum. Áform eru víða uppi að banna dísilbíla í mörgum borgum Evrópu og það á einnig við Holland í heild. Þetta vandamál er ekki til staðar til dæmis hjá Toyota þar sem aðeins 10% bíla þeirra eru seldir með dísilvélum og 20% hjá Opel/Vauxhall. Almennt hefur sala dísilbíla minnkað á árinu. Í fyrra var hlutfallið svo til jafnt á milli dísilbíla og bensínbíla, en í ár er hlutfallið 47% dísilbílar og 53% bensínbílar. Volkswagen, Peugeot, Renault og Nissan selja fleiri dísilbíla en bensínbíla svo á þeim bæjum er þetta vandamál einnig til staðar líkt og hjá lúxusbílaframleiðendunum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum evrópskum bílaframleiðendum sem fyrir vikið hafa forskot á hina í þessu sambandi. Toyota hefur selt 9,7% færri dísilbíla í ár en í fyrra, Vauxhall 9,1% færri og Citroën 8,9% færri. Búast má við því að lúxusbílaframleiðendurnir muni bregðast við þessari stöðu og framleiða hærra hlutfall bensínbíla en það er þó ekki gert á einum degi að snúa framleiðslunni yfir í bensínbíla. Forvitnilegt verður að sjá þróunina hjá þeim á allra næstu árum, en vissara að bregðast fremur hratt við ef ekki á illa að fara. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent
Mikil og almenn andstaða við dísilbíla og mengun þeirra í kjölfar dísilvélasvindlsins og meiri þekkingar á eðli mengunar þeirra ætti að valda mörgum lúxusbílaframleiðandanum áhyggjum. Margir þeirra hafa haft mikla áherslu á dísilvélar í bílum sínum og sem dæmi eru 95% bíla Land Rover sem seldir hafa verið á þessu ári knúnir dísilvélum. Hátt hlutfall þeirra á líka við aðra lúxusbílaframleiðendur því þetta á við 90% bíla Jaguar, 80% bíla Volvo, 75% bíla BMW, og 70% bíla Audi og Mercedes Benz. Hlutfallið hefur aukist frá fyrra ári í tilfelli Jaguar Land Rover en minnkað hjá öllum hinum. Áform eru víða uppi að banna dísilbíla í mörgum borgum Evrópu og það á einnig við Holland í heild. Þetta vandamál er ekki til staðar til dæmis hjá Toyota þar sem aðeins 10% bíla þeirra eru seldir með dísilvélum og 20% hjá Opel/Vauxhall. Almennt hefur sala dísilbíla minnkað á árinu. Í fyrra var hlutfallið svo til jafnt á milli dísilbíla og bensínbíla, en í ár er hlutfallið 47% dísilbílar og 53% bensínbílar. Volkswagen, Peugeot, Renault og Nissan selja fleiri dísilbíla en bensínbíla svo á þeim bæjum er þetta vandamál einnig til staðar líkt og hjá lúxusbílaframleiðendunum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum evrópskum bílaframleiðendum sem fyrir vikið hafa forskot á hina í þessu sambandi. Toyota hefur selt 9,7% færri dísilbíla í ár en í fyrra, Vauxhall 9,1% færri og Citroën 8,9% færri. Búast má við því að lúxusbílaframleiðendurnir muni bregðast við þessari stöðu og framleiða hærra hlutfall bensínbíla en það er þó ekki gert á einum degi að snúa framleiðslunni yfir í bensínbíla. Forvitnilegt verður að sjá þróunina hjá þeim á allra næstu árum, en vissara að bregðast fremur hratt við ef ekki á illa að fara.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent