Fékk 15 ára dóm fyrir að sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 14:01 Fyrir tveimur árum síðan flaug um netheima myndskeið frá Texas þar sem sést til ökumanns á bíl sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól sem huggðist taka framúr honum. Það varð til þess að bæði ökumaður hjólsins og farþegi hans enduðu flatir utan vegar og voru fluttir slasaðir á spítala. Ökumaður bílsins vissi hinsvegar ekki að aðfarir hans náðust á mynd því ökumaður annars mótorhjóls rétt fyrir aftan tók upp aðfarir hans og sést það hér að ofan. Ökumaður bílsins, William Crum, náðist þó svo hann hafi ekið frá slysstaðnum og nú hefur verið dæmt í máli hans. Hann hlaut 15 ára fangelsisdóm og má telja víst að margur mótorhjólamaðurinn sé ekki ýkja svekktur yfir því, að minnsta kosti ekki sá sem hann svínaði fyrir viljandi. Ökumaður bílsins var þarna ekki að fá sinn fyrsta dóm, en árið 2007 fékk hann dóm fyrir kærulausan akstur og hótanir, en hann gerði tilraun til þess að aka niður tvö ungmenni á golfbíl. Það tókst þó ekki en þá dró hann upp skotvopn og hótaði ungmennunum. Hann á aðra tvo fyrri dóma að baki svo hæglega má segja að hér sé síbrotamaður á ferð. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Fyrir tveimur árum síðan flaug um netheima myndskeið frá Texas þar sem sést til ökumanns á bíl sveigja viljandi í veg fyrir mótorhjól sem huggðist taka framúr honum. Það varð til þess að bæði ökumaður hjólsins og farþegi hans enduðu flatir utan vegar og voru fluttir slasaðir á spítala. Ökumaður bílsins vissi hinsvegar ekki að aðfarir hans náðust á mynd því ökumaður annars mótorhjóls rétt fyrir aftan tók upp aðfarir hans og sést það hér að ofan. Ökumaður bílsins, William Crum, náðist þó svo hann hafi ekið frá slysstaðnum og nú hefur verið dæmt í máli hans. Hann hlaut 15 ára fangelsisdóm og má telja víst að margur mótorhjólamaðurinn sé ekki ýkja svekktur yfir því, að minnsta kosti ekki sá sem hann svínaði fyrir viljandi. Ökumaður bílsins var þarna ekki að fá sinn fyrsta dóm, en árið 2007 fékk hann dóm fyrir kærulausan akstur og hótanir, en hann gerði tilraun til þess að aka niður tvö ungmenni á golfbíl. Það tókst þó ekki en þá dró hann upp skotvopn og hótaði ungmennunum. Hann á aðra tvo fyrri dóma að baki svo hæglega má segja að hér sé síbrotamaður á ferð.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent