Volvo, Fiat, Nissan og PSA skrópa á bílasýninguna í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 09:19 Frá bílasýningunni í Frankfurt. Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent