Löggæsla á bæjarhátíðum í uppnámi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2017 20:08 Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám. Mörg sambærileg mál eru nú á borði ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður. Í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári stóð Fjallabyggð að undirbúningi Síldarævintýrisins á Siglufirði og þegar bærinn óskaði eftir tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldum fór Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra fram á að bæjarfélagið myndi greiða löggæslukostnað til að fá leyfið í gegn. Hefði bæjarfélagið ekki greitt þennan kostnað hefði verið líklegt að bæjarfélagið fengi ekki tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldunum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð kærði málið til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði um málið í byrjun mánaðarins. Þar er ákvörðun lögreglustjórans um innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar felld úr gildi. Spurningin sem hefur vaknað eftir úrskurð ráðuneytisins er hvort á kvörðunin sé fordæmisgefandi fyrir aðrar bæjarhátíðir sem haldnar eru um landið. Það er erfitt að segja hvaða áhrif hann getur haft á aðrar bæjarhátíðir því í úrskurðinum kemur einnig fram að bæjarhátíðir geti verið þannig að það sé hægt að innheimta löggæslukostnað,” segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Halla segir að fleiri mál eins og þetta séu til meðferðar hjá ráðuneytinu og segir hún að beðið verði með viðbrögð þar til úrskurðir í þeim málum liggi fyrir. „Ég hugsa að ég bíði eftir því og sjái hvaða leiðbeiningar ráðuneytið kemur fram með í þeim úrskurði og kannski í kjölfarið af því held ég að það sé alveg tilefni til þess að fara með það í dómsmálaráðuneytið og fara aftur yfir þessi mál.“ Vegna þeirra hátíða sem haldnar eru yfir sumarmánuðina þarf lögreglan á Norðurlandi eystra að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra hátíða. Ljóst er að ekki verður innheimtur löggæslukostnaður sæki Fjallabyggð aftur um tækifærisleyfi fyrir Síldarævintýrinu á Siglufirði um næstu Verslunarmannahelgi en fjölmargar aðrar hátíðir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár eins og Bíladagar, Sumleikarnir á Akureyri og Mærudagar á Húsavík. Tengdar fréttir Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám. Mörg sambærileg mál eru nú á borði ráðuneytisins þar sem farið er fram á að gjaldið verði fellt niður. Í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar á síðasta ári stóð Fjallabyggð að undirbúningi Síldarævintýrisins á Siglufirði og þegar bærinn óskaði eftir tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldum fór Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra fram á að bæjarfélagið myndi greiða löggæslukostnað til að fá leyfið í gegn. Hefði bæjarfélagið ekki greitt þennan kostnað hefði verið líklegt að bæjarfélagið fengi ekki tækifærisleyfi fyrir hátíðarhöldunum en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð kærði málið til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði um málið í byrjun mánaðarins. Þar er ákvörðun lögreglustjórans um innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar felld úr gildi. Spurningin sem hefur vaknað eftir úrskurð ráðuneytisins er hvort á kvörðunin sé fordæmisgefandi fyrir aðrar bæjarhátíðir sem haldnar eru um landið. Það er erfitt að segja hvaða áhrif hann getur haft á aðrar bæjarhátíðir því í úrskurðinum kemur einnig fram að bæjarhátíðir geti verið þannig að það sé hægt að innheimta löggæslukostnað,” segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Halla segir að fleiri mál eins og þetta séu til meðferðar hjá ráðuneytinu og segir hún að beðið verði með viðbrögð þar til úrskurðir í þeim málum liggi fyrir. „Ég hugsa að ég bíði eftir því og sjái hvaða leiðbeiningar ráðuneytið kemur fram með í þeim úrskurði og kannski í kjölfarið af því held ég að það sé alveg tilefni til þess að fara með það í dómsmálaráðuneytið og fara aftur yfir þessi mál.“ Vegna þeirra hátíða sem haldnar eru yfir sumarmánuðina þarf lögreglan á Norðurlandi eystra að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra hátíða. Ljóst er að ekki verður innheimtur löggæslukostnaður sæki Fjallabyggð aftur um tækifærisleyfi fyrir Síldarævintýrinu á Siglufirði um næstu Verslunarmannahelgi en fjölmargar aðrar hátíðir eru fyrirhugaðar á svæðinu í ár eins og Bíladagar, Sumleikarnir á Akureyri og Mærudagar á Húsavík.
Tengdar fréttir Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. 25. apríl 2017 12:28