Margir fastir í óíbúðarhæfu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 20:00 Kristmann segir suma ekki hafa efni á að fara í framkvæmdir og búi við óviðunandi aðstæður Vísir/skjáskot Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann. Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann.
Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15
Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45