Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 08:12 Flugfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir harðneskjulega meðferð gagnvart manninum. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. Flugfélagið mun framvegis bjóða þeim sem reiðubúnir eru að láta sæti sitt af hendi, þegar vélarnar eru fullar, samtals tíu þúsund dollara, eða rúmlega eina milljón króna, í bætur. Samkvæmt nýju reglunum verða farþegar ekki fjarlægðir með valdi nema af öryggisástæðum og þá verður engum gert að yfirgefa vélina nema að fengnu samþykki. Þjálfun starfsmanna verður einnig aukin og áhöfninni verður gert að innrita sig um borð að minnsta kosti einni klukkustund fyrir brottför.Dreginn með valdi Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar David Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög.Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins. Tengdar fréttir Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. Flugfélagið mun framvegis bjóða þeim sem reiðubúnir eru að láta sæti sitt af hendi, þegar vélarnar eru fullar, samtals tíu þúsund dollara, eða rúmlega eina milljón króna, í bætur. Samkvæmt nýju reglunum verða farþegar ekki fjarlægðir með valdi nema af öryggisástæðum og þá verður engum gert að yfirgefa vélina nema að fengnu samþykki. Þjálfun starfsmanna verður einnig aukin og áhöfninni verður gert að innrita sig um borð að minnsta kosti einni klukkustund fyrir brottför.Dreginn með valdi Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar David Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög.Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins.
Tengdar fréttir Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44