Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:15 Frá heræfingu í Norður-Kóreu. Vísír/EPA Hætta á stríðsátökum á Kóreuskaga hefur ekki verið meiri frá því átökum lauk með vopnahléi fyrir rúmum sextíu árum. Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega. Spennan á Kóreuskaga hefur sjaldan verið meiri en nú frá því að vopnahlé var samið í kóreustríðinu hinn 27 júlí árið 1953. Kim Jong Un einræðisherra Norður Kóreu hefur að undanförnu haldið áfram eldflaugatilraunum sínum og beinlínis hótað að skjóta kjarnorkusprengjum á bæði Suður Kóreu og borgir í Bandaríkjunum. Harry Harris æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Asíu minnti á það fyrir þingnefnd í dag að Norður Kórea væri eina ríkið sem gert hefði kjarnorkuvopnatilraunir á þessari öld.Spennan magnast „Með hverri tilraun færist Kim Jon Un nær því yfirlýsta markmiði sínu að geta gert fyrirvaralausar kjarnorkuárásir á bandarískar borgir og hann er ekki hræddur við að sér mistakist opinberlega. Að verja föðurland okkar hefur forgang hjá mér svo ég verð að gera ráð fyrir að yfirlýsingar Kims Jong séu réttar,“ sagði Harris.Svona virkar THAAD-eldflaugavernarkerfið.Vísir/GraphicNewsSpennan magnast með hverri yfirlýsingunni sem gefin er beggja megin landamæra Kóreuríkjanna og herleikir þeirra auka enn á tortryggnina og óttann við að annar aðilinn verði fyrri til árásar. Þannig hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskip og kjarnorkuknúinn kafbát að landhelgi Suður Kóreu og vinna nú að því að setja upp svo kallað THAAD eldflaugavarnarkerfi í landinu. „Það verður tilbúið til notkunar á næstu dögum og þannig getum við betur varið Suður-Kóreu gegn vaxandi ógn frá Norður-Kóreu,“ sagði Harris.Kínverjar áhyggjufullir Kínverjar eru eina þjóðin sem heldur uppi einhverjum samskiptum við Norður Kóreu og eina þjóðin sem getur haft einhver áhrif á stjórnvöld þar. Þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi spennu á svæðinu því Kína gæti dregist inn í átök á Kóreuskaga. Til að minna á mátt sinn sýndi opinber fréttastofa Kína myndir í dag af fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskipi landsins sem verður tilbúið til notkunar árið 2020. Geng Shuang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði áskorun til deiluaðila í dag um að slaka á spennunni. „Við höfum tjáð Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum að við höfum miklar áhyggjur af uppsetningu THAAD-eldflaugavarnarkerfisins og sagt að það muni raska hernaðarjafnvæginu í þessum heimshluta, ýfa ástandið enn frekar á Kóreuskaganum og það muni hvorki hjálpa til við kjarnorkuafvopnun á skaganum né viðhalda friðinum,“ sagði Shuang. Kínverjar skoruðu því á aðila að láta af heræfingum og ögrunum í garð hvors annars en þeir telja líka að uppsetning THAAD eldflaugavarnarkerfisins ógni öryggishagsmunum þeirra. „Kína hvetur Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eindregið til að hætta aðgerðum sem auka á spennuna í þessum heimshluta og skaða öryggishagsmuni Kína, og hætti við uppsetningu THAAD-kerfisins og fjarlægi búnaðinn. Kína mun taka nauðsynleg skref til að verja hagsmuni sína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51 Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24 Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Hætta á stríðsátökum á Kóreuskaga hefur ekki verið meiri frá því átökum lauk með vopnahléi fyrir rúmum sextíu árum. Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega. Spennan á Kóreuskaga hefur sjaldan verið meiri en nú frá því að vopnahlé var samið í kóreustríðinu hinn 27 júlí árið 1953. Kim Jong Un einræðisherra Norður Kóreu hefur að undanförnu haldið áfram eldflaugatilraunum sínum og beinlínis hótað að skjóta kjarnorkusprengjum á bæði Suður Kóreu og borgir í Bandaríkjunum. Harry Harris æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Asíu minnti á það fyrir þingnefnd í dag að Norður Kórea væri eina ríkið sem gert hefði kjarnorkuvopnatilraunir á þessari öld.Spennan magnast „Með hverri tilraun færist Kim Jon Un nær því yfirlýsta markmiði sínu að geta gert fyrirvaralausar kjarnorkuárásir á bandarískar borgir og hann er ekki hræddur við að sér mistakist opinberlega. Að verja föðurland okkar hefur forgang hjá mér svo ég verð að gera ráð fyrir að yfirlýsingar Kims Jong séu réttar,“ sagði Harris.Svona virkar THAAD-eldflaugavernarkerfið.Vísir/GraphicNewsSpennan magnast með hverri yfirlýsingunni sem gefin er beggja megin landamæra Kóreuríkjanna og herleikir þeirra auka enn á tortryggnina og óttann við að annar aðilinn verði fyrri til árásar. Þannig hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskip og kjarnorkuknúinn kafbát að landhelgi Suður Kóreu og vinna nú að því að setja upp svo kallað THAAD eldflaugavarnarkerfi í landinu. „Það verður tilbúið til notkunar á næstu dögum og þannig getum við betur varið Suður-Kóreu gegn vaxandi ógn frá Norður-Kóreu,“ sagði Harris.Kínverjar áhyggjufullir Kínverjar eru eina þjóðin sem heldur uppi einhverjum samskiptum við Norður Kóreu og eina þjóðin sem getur haft einhver áhrif á stjórnvöld þar. Þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi spennu á svæðinu því Kína gæti dregist inn í átök á Kóreuskaga. Til að minna á mátt sinn sýndi opinber fréttastofa Kína myndir í dag af fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskipi landsins sem verður tilbúið til notkunar árið 2020. Geng Shuang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði áskorun til deiluaðila í dag um að slaka á spennunni. „Við höfum tjáð Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum að við höfum miklar áhyggjur af uppsetningu THAAD-eldflaugavarnarkerfisins og sagt að það muni raska hernaðarjafnvæginu í þessum heimshluta, ýfa ástandið enn frekar á Kóreuskaganum og það muni hvorki hjálpa til við kjarnorkuafvopnun á skaganum né viðhalda friðinum,“ sagði Shuang. Kínverjar skoruðu því á aðila að láta af heræfingum og ögrunum í garð hvors annars en þeir telja líka að uppsetning THAAD eldflaugavarnarkerfisins ógni öryggishagsmunum þeirra. „Kína hvetur Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eindregið til að hætta aðgerðum sem auka á spennuna í þessum heimshluta og skaða öryggishagsmuni Kína, og hætti við uppsetningu THAAD-kerfisins og fjarlægi búnaðinn. Kína mun taka nauðsynleg skref til að verja hagsmuni sína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51 Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24 Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51
Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00
Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24
Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent