Geggjuð tækni franskrar mótorhjólakonu Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2017 10:07 Sarah Lezito í kunnuglegum aðstæðum. Taktarnir sem þessi 23 ára franska mótorhjólakona eru svo magnaðir að vafalaust er leit að þeim sem hefur meiri tök á ökutæki sínu, af hvoru kyninu sem er. Konan heitir Sarah Lezito og er nánast óþekkt þó svo hún hafi tekið að sér að leika Scarlett Johansen í áhættuatriði í myndinni Avengers Part Two þar sem hún ók mótorhjóli af mikilli list. Þegar Sarah Lezito var 13 ára var hún strax búin að ná gríðarlegum tökum á fjórhjólum og mótorhjólum og kunni hin ýmsu trix á þeim í ætt við það sem hér sést í myndskeiðinu. Allar götur síðan þá hefur hæfni hennar aukist og er hún nú einn lunknasti mótorhjólamaður veraldar og þá bæði kynin talin með. Eins og stendur er hennar aðalfarkostur Kawasaki ZX-6R hjól og óþreytt sýnir hún hæfni sína á því fyrir sívaxandi hóp af aðdáendum. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent
Taktarnir sem þessi 23 ára franska mótorhjólakona eru svo magnaðir að vafalaust er leit að þeim sem hefur meiri tök á ökutæki sínu, af hvoru kyninu sem er. Konan heitir Sarah Lezito og er nánast óþekkt þó svo hún hafi tekið að sér að leika Scarlett Johansen í áhættuatriði í myndinni Avengers Part Two þar sem hún ók mótorhjóli af mikilli list. Þegar Sarah Lezito var 13 ára var hún strax búin að ná gríðarlegum tökum á fjórhjólum og mótorhjólum og kunni hin ýmsu trix á þeim í ætt við það sem hér sést í myndskeiðinu. Allar götur síðan þá hefur hæfni hennar aukist og er hún nú einn lunknasti mótorhjólamaður veraldar og þá bæði kynin talin með. Eins og stendur er hennar aðalfarkostur Kawasaki ZX-6R hjól og óþreytt sýnir hún hæfni sína á því fyrir sívaxandi hóp af aðdáendum.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent