Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 10:01 Úr leik Stjörnunnar og Gróttu. vísir/ernir „Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
„Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn