Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:30 Forstjóri Landspítala segir íslenskt samfélag hafa brugðist öldruðum sjúklingum. Mynd/Vilhelm Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira