Varar Assad við því að beita efnavopnum aftur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 13:26 James Mattis og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal, funduðu í dag. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34