Rashford skaut United áfram í undanúrslit | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 21:30 Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Marcus Rashford hetja United en hann skoraði sigurmarkið á 107. mínútu. United náði forystunni á 10. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti. Sofiane Fanni jafnaði metin í 1-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. United sótti linnulítið í seinni hálfleiknum og framlengingunni en gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna. Rashford tókst það þó á endanum og 2-1 sigur United staðreynd. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála.21:32: Leik lokið! United er komið áfram eftir tvo hörkuleiki. Rashford gerði gæfumuninn í kvöld.21:30: Martial skorar en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.21:27: Acheampong í úrvalsfæri en nær engum krafti í skallann og Romero ver.21:21: Pogba í dauðafæri en skotið er slakt og Rubén ver.21:18: MARK!!! Rashford skorar og kemur United yfir! Blind með langan bolta á Fellaini sem skallar boltann fyrir Rashford sem kemur honum í markið.21:16: Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.21:10: Pogba skorar en búið að dæma brot á Fellaini.21:01: Rashford með rabona-fyrirgjöf og Pogba klippir svo boltann á lofti en í varnarmann.20:59: Anthony Martial kemur inn á fyrir Zlatan. Tækifæri fyrir Frakkann að sýna sig og sanna.20:57: Það þarf að framlengja þrjá af fjórum leikjum kvöldsins. Eina liðið sem er komið áfram er Celta sem vann Genk 4-3 samanlagt.20:54: Venjulegum leiktíma lokið og við erum á leið í framlengingu. Zlatan liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.20:51: Flott sókn hjá United endar með skoti frá Rashford í hliðarnetið.20:44: Michael Carrick finnur Zlatan sem skýtur framhjá úr dauðafæri. Verður United-mönnum refsað fyrir að nýta ekki færin?20:40: Pogba skýtur yfir af örstuttu færi. Þetta ætlar ekki að ganga hjá heimamönnum.20:33: Zlatan Ibrahimovic í dauðafæri en Rubén ver.20:31: Rashford sleppur aleinn í gegn, reynir að leika á Rubén en missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.20:27: Rashford með skot framhjá úr ágætis stöðu. Á að gera betur þarna.20:12: Shaw með sprett upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Lingard rétt missir af.20:07: Seinni hálfleikurinn á Old Trafford er hafinn.19:52: Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan 1-1.19:44: Pogba með góða sendingu á Shaw sem er í ágætis færi en skotið er laust og beint á Rubén.19:36: MARK!!! Sofiane Fanni skorar og jafnar metin í 1-1! Tekur frákastið eftir skot Yoeri Tielemans sem fór í slána. Belgarnir hafa verið líklegir og nú er markið komið.19:27: Marcos Rojo er meiddur og borinn af velli. Daley Blind kemur í hans stað.19:26: Frank Opoku Acheampong í dauðafæri en Sergio Romero ver í horn!19:17: Paul Pogba með skalla sem Rubén ver í slánna og yfir. Jesse Lingard á svo skot sem Spánverjinn ver. Hann er í yfirvinnu í markinu.19:14: MARK!!! Marcus Rashford kemur boltanum á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með góðu skoti! Armeninn skoraði einnig í fyrri leiknum.19:05: Leikurinn er hafinn!18:48: Ander Herrera, sem var svo frábær í sigri United á Chelsea á sunnudaginn, er á bekknum í kvöld. Mourinho segir að hann geti einfaldlega ekki spilað alla leiki.18:27: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum. Luke Shaw kemur inn fyrir Mateo Darmian.18:25: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá seinni leik Manchester United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og United dugir því markalaust jafntefli til að komast áfram. Evrópudeild UEFA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Marcus Rashford hetja United en hann skoraði sigurmarkið á 107. mínútu. United náði forystunni á 10. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti. Sofiane Fanni jafnaði metin í 1-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. United sótti linnulítið í seinni hálfleiknum og framlengingunni en gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna. Rashford tókst það þó á endanum og 2-1 sigur United staðreynd. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála.21:32: Leik lokið! United er komið áfram eftir tvo hörkuleiki. Rashford gerði gæfumuninn í kvöld.21:30: Martial skorar en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.21:27: Acheampong í úrvalsfæri en nær engum krafti í skallann og Romero ver.21:21: Pogba í dauðafæri en skotið er slakt og Rubén ver.21:18: MARK!!! Rashford skorar og kemur United yfir! Blind með langan bolta á Fellaini sem skallar boltann fyrir Rashford sem kemur honum í markið.21:16: Seinni hálfleikur framlengingarinnar er hafinn.21:10: Pogba skorar en búið að dæma brot á Fellaini.21:01: Rashford með rabona-fyrirgjöf og Pogba klippir svo boltann á lofti en í varnarmann.20:59: Anthony Martial kemur inn á fyrir Zlatan. Tækifæri fyrir Frakkann að sýna sig og sanna.20:57: Það þarf að framlengja þrjá af fjórum leikjum kvöldsins. Eina liðið sem er komið áfram er Celta sem vann Genk 4-3 samanlagt.20:54: Venjulegum leiktíma lokið og við erum á leið í framlengingu. Zlatan liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.20:51: Flott sókn hjá United endar með skoti frá Rashford í hliðarnetið.20:44: Michael Carrick finnur Zlatan sem skýtur framhjá úr dauðafæri. Verður United-mönnum refsað fyrir að nýta ekki færin?20:40: Pogba skýtur yfir af örstuttu færi. Þetta ætlar ekki að ganga hjá heimamönnum.20:33: Zlatan Ibrahimovic í dauðafæri en Rubén ver.20:31: Rashford sleppur aleinn í gegn, reynir að leika á Rubén en missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.20:27: Rashford með skot framhjá úr ágætis stöðu. Á að gera betur þarna.20:12: Shaw með sprett upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf sem Lingard rétt missir af.20:07: Seinni hálfleikurinn á Old Trafford er hafinn.19:52: Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford. Staðan 1-1.19:44: Pogba með góða sendingu á Shaw sem er í ágætis færi en skotið er laust og beint á Rubén.19:36: MARK!!! Sofiane Fanni skorar og jafnar metin í 1-1! Tekur frákastið eftir skot Yoeri Tielemans sem fór í slána. Belgarnir hafa verið líklegir og nú er markið komið.19:27: Marcos Rojo er meiddur og borinn af velli. Daley Blind kemur í hans stað.19:26: Frank Opoku Acheampong í dauðafæri en Sergio Romero ver í horn!19:17: Paul Pogba með skalla sem Rubén ver í slánna og yfir. Jesse Lingard á svo skot sem Spánverjinn ver. Hann er í yfirvinnu í markinu.19:14: MARK!!! Marcus Rashford kemur boltanum á Henrikh Mkhitaryan sem skorar með góðu skoti! Armeninn skoraði einnig í fyrri leiknum.19:05: Leikurinn er hafinn!18:48: Ander Herrera, sem var svo frábær í sigri United á Chelsea á sunnudaginn, er á bekknum í kvöld. Mourinho segir að hann geti einfaldlega ekki spilað alla leiki.18:27: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum. Luke Shaw kemur inn fyrir Mateo Darmian.18:25: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá seinni leik Manchester United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og United dugir því markalaust jafntefli til að komast áfram.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira