"Fátækt er ekki aumingjaskapur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 20:00 Ásta er í félagi fólks í fátækt og segir fólk eiga erfitt með að stíga fram og viðurkenna vandann Vísir/skjáskot Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira