Ösku Patreks sturtað í Seljalandsá Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2017 16:00 Patrekur kvaddur hinstu kveðju með því að sturta líkamsleifum hans, öskunni, í Seljalandsá. YouTube Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira