Lífið

Rússneskur blaðamaður sem elskar Bó: Hef fylgst með honum í yfir tuttugu ár

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
„Mér finnst Paper gott lag en aðal ástæðan fyrir því að ég elska hana er að hún er dóttir Björgvin Halldórssonar og flest af mínum uppáhalds lögum eru með honum,“ segir blaðamaðurinn Anton Samsonov frá OGAE í Rússlandi.

Hann hefur verið aðdáandi Björgvins Halldórssonar í yfir tuttugu ár, eða frá því að hann tók þátt í Eurovision árið 1995.

Samsonov er gríðarlega vinsæll í blaðamannahöllinni í Kænugarði en fáir vita meira um Eurovision en hann.

„Eg hef fylgst með honum alveg frá áttunda áratuginum og ég elska sérstaklega lagið með honum, Núna, frá því árið 1995 sem hann söng í Eurovision-keppninni í Dyflinni.“

Hann segir að tónlistarstíll Björgvins heilli hann einstaklega mikið.

„Röddin hans er einstök og uppáhaldslagið mitt er In Tango og svo elska ég lagið Himinn og jörð einnig.“

Hann telur að Svala fari áfram í keppninni í kvöld.

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verð
ur sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. 

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  



Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×