Tesla á innkaupalista Apple Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 14:01 Svo mikið er víst að Apple hefur vel efni á að kaupa Tesla. Citigroup hefur sett saman lista 7 fyrirtækja sem talin eru líkleg til yfirtöku af Apple Inc. Þar á meðal má finna Tesla rafmagnsbílaframleiðandann, en einnig Netflix og Walt Disney. Apple situr á 250 milljörðum dollara fjármagni sem hægt væri að nota til frekari tekjuaukningar í stað þess að bera einungis bankavexti. Þarna fer engin smáupphæð, eða 26.750 milljarðar króna. Tesla náði markaðsvirði uppá 51 milljónir dollara í síðasta mánuði á Wall Street og náði með því upp fyrir markaðsvirði General Motors, sem var þá orðið 1,7 milljörðum dollara lægra. Ástæðan fyrir því að Citigroup telur að Apple vilji brátt fara að nota þetta fjármagn er sú að stór hluti þess er á erlendri grundu og ný lög frá Trump kveða á um lægri skatt á hagnað sem dreginn er heim frá erlendri starfsemi. Á slíkum fjármagnsflutningum var áður 35% skattur en breyttist með nýju lögunum aðeins í 10%. Það gæti aldeilis freistað Apple til fjárfestinga. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Citigroup hefur sett saman lista 7 fyrirtækja sem talin eru líkleg til yfirtöku af Apple Inc. Þar á meðal má finna Tesla rafmagnsbílaframleiðandann, en einnig Netflix og Walt Disney. Apple situr á 250 milljörðum dollara fjármagni sem hægt væri að nota til frekari tekjuaukningar í stað þess að bera einungis bankavexti. Þarna fer engin smáupphæð, eða 26.750 milljarðar króna. Tesla náði markaðsvirði uppá 51 milljónir dollara í síðasta mánuði á Wall Street og náði með því upp fyrir markaðsvirði General Motors, sem var þá orðið 1,7 milljörðum dollara lægra. Ástæðan fyrir því að Citigroup telur að Apple vilji brátt fara að nota þetta fjármagn er sú að stór hluti þess er á erlendri grundu og ný lög frá Trump kveða á um lægri skatt á hagnað sem dreginn er heim frá erlendri starfsemi. Á slíkum fjármagnsflutningum var áður 35% skattur en breyttist með nýju lögunum aðeins í 10%. Það gæti aldeilis freistað Apple til fjárfestinga.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent