Fara VW bjallan og Scirocco undir hnífinn? Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2017 09:57 Er brátt komið að endalokum bjöllunnar. Tvær bílgerðir Volkswagen eru nú líklegar til að hverfa úr framleiðslu þessa stærsta bílaframleiðanda heims. Það eru gerðirnar Beetle og Scirocco sem seljast í svo litlu magni að ólíklegt er að Volkswagen þrói nýjar kynslóðir þessara bíla. Yrðu þá núverandi kynslóðir bílanna látnar renna sitt skeið en svo ekki söguna meir. Þrátt fyrir að bæði bjallan og Scirocco bílarnir þyki aðlaðandi og sérstakir bílar í útliti mun það líklega ekki geta bjargað lífi þeirra til lengdar þar sem dýr þróun nýrra kynslóða verður að borga sig upp með góðri sölu. Það hjálpar ekki til varðandi framhaldlíf þessara bílgerða að Volkswagen hefur þurft að glíma við mikinn kostnað vegna dísilvélasvindlsins og öll sú starfsemi sem ekki borgar sig fer undir hnífinn. Sem dæmi um dræma sölu bjöllunnar seldust innan við 15.000 eintök í Bandaríkjunum allt árið í fyrra og fyrstu 4 mánuði þessa árs eru eintökin aðeins ríflega 5.000.Volkswagen Scirocco Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent
Tvær bílgerðir Volkswagen eru nú líklegar til að hverfa úr framleiðslu þessa stærsta bílaframleiðanda heims. Það eru gerðirnar Beetle og Scirocco sem seljast í svo litlu magni að ólíklegt er að Volkswagen þrói nýjar kynslóðir þessara bíla. Yrðu þá núverandi kynslóðir bílanna látnar renna sitt skeið en svo ekki söguna meir. Þrátt fyrir að bæði bjallan og Scirocco bílarnir þyki aðlaðandi og sérstakir bílar í útliti mun það líklega ekki geta bjargað lífi þeirra til lengdar þar sem dýr þróun nýrra kynslóða verður að borga sig upp með góðri sölu. Það hjálpar ekki til varðandi framhaldlíf þessara bílgerða að Volkswagen hefur þurft að glíma við mikinn kostnað vegna dísilvélasvindlsins og öll sú starfsemi sem ekki borgar sig fer undir hnífinn. Sem dæmi um dræma sölu bjöllunnar seldust innan við 15.000 eintök í Bandaríkjunum allt árið í fyrra og fyrstu 4 mánuði þessa árs eru eintökin aðeins ríflega 5.000.Volkswagen Scirocco
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent