Porsche 911 GT3 nær 7:12,7 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 16:00 Porsche 911 GT3 á Nürburgring brautinni um daginn. Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent