Barist um miðana á toppslaginn gegn Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 12:06 Blaðamaður var númer 2123 í röðinni þegar klukkan 12:00. Klukkan 12:06 var hann orðinn númer 1808. Skjáskot af Midi.is Áhugi landsmanna á karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er afar mikill sem sást best þegar hleypt var í röðina á Midi.is til að eiga þess kost að kaupa í miða á leikinn gegn Króötum þann 11. júní næstkomandi. Blaðamaður Vísis var á meðal þeirra sem beið eftir að klukkan sló tólf og skellti sér um leið í röðina. Var hann númer 2123 í röðinni og lækkaði talan rólega í framhaldinu. Hver má kaupa fjóra miða á leikinn og hefur hann fimm mínútur til að ganga frá kaupunum. Það borgar sig því fyrir þá sem eru í röðinni að vera þolinmóðir. Ljóst er að færri munu komast að en vilja en margir muna vafalítið vel eftir miðasölunni fyrir síðasta leik Íslands gegn Króatíu í Laugardalnum. Sá leikur var í umspili fyrir HM 2014 en miðasalan hófst um miðja nótt þar sem áhyggjur voru að miðakerfið myndi ekki standast álagið hæfist salan um miðjan dag. Varð uppi fótur og fit í samfélaginu enda margir afar ósáttir þegar þeir vöknuðu að morgni miðasöludagsins og komust að því að allir miðarnir voru búnir fyrir klukkan átta. Leikurinn gegn Króötum er toppslagur í I-riðli undankeppni HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Króatar hafa 13 stig á toppnum en Íslendingar tíu þegar fimm leikir hafa verið spilaðir og undankeppnin hálfnuð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Áhugi landsmanna á karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er afar mikill sem sást best þegar hleypt var í röðina á Midi.is til að eiga þess kost að kaupa í miða á leikinn gegn Króötum þann 11. júní næstkomandi. Blaðamaður Vísis var á meðal þeirra sem beið eftir að klukkan sló tólf og skellti sér um leið í röðina. Var hann númer 2123 í röðinni og lækkaði talan rólega í framhaldinu. Hver má kaupa fjóra miða á leikinn og hefur hann fimm mínútur til að ganga frá kaupunum. Það borgar sig því fyrir þá sem eru í röðinni að vera þolinmóðir. Ljóst er að færri munu komast að en vilja en margir muna vafalítið vel eftir miðasölunni fyrir síðasta leik Íslands gegn Króatíu í Laugardalnum. Sá leikur var í umspili fyrir HM 2014 en miðasalan hófst um miðja nótt þar sem áhyggjur voru að miðakerfið myndi ekki standast álagið hæfist salan um miðjan dag. Varð uppi fótur og fit í samfélaginu enda margir afar ósáttir þegar þeir vöknuðu að morgni miðasöludagsins og komust að því að allir miðarnir voru búnir fyrir klukkan átta. Leikurinn gegn Króötum er toppslagur í I-riðli undankeppni HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Króatar hafa 13 stig á toppnum en Íslendingar tíu þegar fimm leikir hafa verið spilaðir og undankeppnin hálfnuð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira