Undirbúa nýja áætlun í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 16:45 Bandarískir hermenn hafa tekið mikinn þátt í þjálfun afganskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum. Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira