Snilldarmark Rashford setur Man. Utd í góða stöðu | Sjáðu markið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2017 20:45 Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd, Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd,
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira