Evrópa sló við Bandaríkjunum í bílasölu í mars 3. maí 2017 15:15 Hið sérstæða bílaafgreiðslusíló Volkswagen í Wolfsburg. Í mars á þessu ári seldust fleiri nýir bílar í Evrópu en nokkru sinni áður á einum mánuði. Svo mikil var salan að hún sló við bílasölu í Bandaríkjunum í sama mánuði. Bílasala í mars nam 1,92 milljón bíla og jókst hún um 10,5% á milli ára. Svo rammt hvað við að salan nálgaðist söluna á stærsta bílasölumarkaði heims, í Kína en þar seldust þó 2,02 milljónir bíla í mars. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu varð aukning, mest á Ítalíu (17,4%), næst mest á Spáni (12,7%) og um 11,7% í Þýskalandi og 8,4% í Bretlandi. Mest varð þau aukningin í Grikklandi en þar jókst salan um 49,5% á milli ára. Af þeim 52 bílamerkjum sem seld eru í Evrópu seldu 26 þeirra fleiri bíla en þau nokkurntíma hafa gert í álfunni í einum mánuði. Ford seldi mjög vel og náði 15,9% aukningu, en hjá Volkswagen, stærsta bílasala álfunnar var hún 3,9%. Renault stökk upp fyrir Opel/Vauxhall í þriðja sætið í magni talið. Af einstaka bílgerðum seldist Ford Fiesta mest og fór upp fyrir Volkswagen Golf og hafði dræm sala Golf með dísilvélum þar mest um að segja. Bæði Mercedes Benz og BMW náðu að selja meira en 100.000 bíla í Evrópu í mars og aðeins munaði um 1.000 bílum að Audi næði því líka. Volvo seldi 36.891 bíl og Porsche 9.259 og var um met að ræða hjá öllum þessum aðilum í álfunni. Góð sala bíla í mars í ár hafði nokkuð með það að segja að páskarnir féllu nú í apríl og því fleiri söludagar í mars í ár en í fyrra. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent
Í mars á þessu ári seldust fleiri nýir bílar í Evrópu en nokkru sinni áður á einum mánuði. Svo mikil var salan að hún sló við bílasölu í Bandaríkjunum í sama mánuði. Bílasala í mars nam 1,92 milljón bíla og jókst hún um 10,5% á milli ára. Svo rammt hvað við að salan nálgaðist söluna á stærsta bílasölumarkaði heims, í Kína en þar seldust þó 2,02 milljónir bíla í mars. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu varð aukning, mest á Ítalíu (17,4%), næst mest á Spáni (12,7%) og um 11,7% í Þýskalandi og 8,4% í Bretlandi. Mest varð þau aukningin í Grikklandi en þar jókst salan um 49,5% á milli ára. Af þeim 52 bílamerkjum sem seld eru í Evrópu seldu 26 þeirra fleiri bíla en þau nokkurntíma hafa gert í álfunni í einum mánuði. Ford seldi mjög vel og náði 15,9% aukningu, en hjá Volkswagen, stærsta bílasala álfunnar var hún 3,9%. Renault stökk upp fyrir Opel/Vauxhall í þriðja sætið í magni talið. Af einstaka bílgerðum seldist Ford Fiesta mest og fór upp fyrir Volkswagen Golf og hafði dræm sala Golf með dísilvélum þar mest um að segja. Bæði Mercedes Benz og BMW náðu að selja meira en 100.000 bíla í Evrópu í mars og aðeins munaði um 1.000 bílum að Audi næði því líka. Volvo seldi 36.891 bíl og Porsche 9.259 og var um met að ræða hjá öllum þessum aðilum í álfunni. Góð sala bíla í mars í ár hafði nokkuð með það að segja að páskarnir féllu nú í apríl og því fleiri söludagar í mars í ár en í fyrra.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent