Starfsmaður FBI giftist ISIS-liða sem hún átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 11:50 Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna sögðu Denis Cuspert hafa fallið í loftárás árið 2015, en dróu það svo til baka. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Vísir/AFP Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira