Hamas hættir að kalla eftir gereyðingu Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2017 20:32 Vísir/AFP Samtökin Hamas eru hætt að kalla eftir gereyðingu Ísraels. Þetta kemur fram í nýju stefnuskjali frá samtökunum þar sem því er lýst yfir að samtökin ætli að slíta sig frá Bræðralagi múslima. Tilveruréttur Ísrael verður þó ekki viðurkenndur af Hamas-liðum og samtökin halda markmiði sínu að á endanum „frelsa“ allt svæðið. Í skjalinu segir einnig að Hamas berjist ekki gegn íbúum Ísraels vegna trúar þeirra, heldur vegna hernáms þeirra. Yfirvöld í Ísrael gefa þó lítið fyrir vægari tón Hamas-liða í þeirra garð. Talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir samtökin reyna að blekkja heimsbyggðina. „Þeir grafa hryðjuverka-göng og hafa skotið þúsundum flugskeyta að ísraelskum borgurum. Það eru hin raunverulegu Hamas-samtök, segir David Keyes í samtali við Reuters. Samtökin voru stofnuð árið 1987 og hafa þrisvar sinnum barist gegn herafla Ísrael frá árinu 2007. Hamas hefur stjórnað Gaza-svæðinu frá því ári. Samkvæmt áðurnefndur skjölum styðja Hamas-samtökin nú stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu eftir landamærunum eins og þau voru árið 1967. Það er fyrir sex daga stríðið svokallaða þar sem Ísrael hertók Gaza, Vesturbakkann og austurhluta Jerúsalem. Það ríki er einnig markmið Fatah hreyfingarinnar sem leidd eru af Mahmoud Abbas. Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Samtökin Hamas eru hætt að kalla eftir gereyðingu Ísraels. Þetta kemur fram í nýju stefnuskjali frá samtökunum þar sem því er lýst yfir að samtökin ætli að slíta sig frá Bræðralagi múslima. Tilveruréttur Ísrael verður þó ekki viðurkenndur af Hamas-liðum og samtökin halda markmiði sínu að á endanum „frelsa“ allt svæðið. Í skjalinu segir einnig að Hamas berjist ekki gegn íbúum Ísraels vegna trúar þeirra, heldur vegna hernáms þeirra. Yfirvöld í Ísrael gefa þó lítið fyrir vægari tón Hamas-liða í þeirra garð. Talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir samtökin reyna að blekkja heimsbyggðina. „Þeir grafa hryðjuverka-göng og hafa skotið þúsundum flugskeyta að ísraelskum borgurum. Það eru hin raunverulegu Hamas-samtök, segir David Keyes í samtali við Reuters. Samtökin voru stofnuð árið 1987 og hafa þrisvar sinnum barist gegn herafla Ísrael frá árinu 2007. Hamas hefur stjórnað Gaza-svæðinu frá því ári. Samkvæmt áðurnefndur skjölum styðja Hamas-samtökin nú stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu eftir landamærunum eins og þau voru árið 1967. Það er fyrir sex daga stríðið svokallaða þar sem Ísrael hertók Gaza, Vesturbakkann og austurhluta Jerúsalem. Það ríki er einnig markmið Fatah hreyfingarinnar sem leidd eru af Mahmoud Abbas.
Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira