Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. maí 2017 20:00 Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira