Húsnæðismarkaðurinn: Leitin að öryggistilfinningu leiðir til óhóflegrar skuldsetningar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 16:07 Una Jónsdóttir hagfræðingur. Vísir Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum.
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira