Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2017 13:00 Áttuliðar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og þá sérstaklega slagari þeirra NeiNei sem allir virðast syngja, hvort sem er á leikskólum eða skemmtistöðum. Ekkert verður af því að Áttan trylli lýðinn á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands næstkomandi þriðjudag. Hópurinn átti að fylla í skarðið fyrir Egil Einarsson í hlutverki DJ Muscleboy sem var afboðaður vegna þrýstings frá fjölda óánægðra nemenda. Nökkvi Fjalar Orrason, einn Áttuliða, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir það skoðun hópsins að ekki sé í lagi að afboða listamann sem er búið að bóka vegna láta í fámennum en háværum hópi. Áttan hafi aldrei samþykkt að fylla í skarðið. Hann skilji þó vel þá erfiðu aðstöðu sem nemendafélagið sé í. Í tilkynningu frá Viktori Pétri Finnssyni, formanni Málfundafélagsins, til nemenda í Verzló í vikunni kom fram að breytingar hefðu verið gerðar hvað varðaði dagskrána á ballinu. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni.“ Þá var tilkynnt að Áttan myndi spila þess í stað, sem nú er ljóst að ekkert verður af. „Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Gamalt mál ekki grafið Óhætt er að segja að Egill hafi verið á milli tannanna á fólki undanfarin áratug og gott betur, þá aðallega fyrir ummæli hans í karakternum Gillzenegger. Hann hefur gefið út bækur og komið fram í sjónvarpsþáttum þar sem mannasiðir og framkoma gagnvart hinu kyninu hafa verið á dagskrá. Þá var hann kærður fyrir nauðgun árið 2012 en málinu var vísað frá. Málið er þó engan veginn gleymt í skrifum á samfélagsmiðlum og rifjuðu margir málið upp í tengslum við frétt Vísis af breytingum á ballinu í Verzló á þriðjudaginn.„Það er gjörsamlega búið að afgreiða það mál,“ segir Nökkvi og vísar til þess að málinu var vísað frá. Hann minnir á að DJ Muscleboy og Egill komi víða fram.Strákarnir í Áttunni, Nökkvi Fjalar og Egill Ploder, á góðri stundu.Hefur samúð með NFVÍ „Af hverju ætti Verzló ekki að fá þennan mann á ball?“ Nökkvi segir að aldrei hafi komið til greina af hálfa Áttunnar að koma í staðinn fyrir hann. „Ef hann hefði ekki komist þá hefði ég bakkað hann upp.“ Um sé að ræða mjög mikil mistök hjá nemendafélaginu en hann hafi samúð með þeim sem eru í forsvari fyrir það. „Þetta er búið að vera erfitt fyrir þau,“ segir Nökkvi og skilji mjög vel aðstöðuna sem félagið sé í. Um leiðinlegan misskilning sé að ræða þegar tilkynnt er að Áttan spili í staðinn fyrir DJ Muscleboy. „Við erum tilkynnt áður en við samþykkjum að spila. Við erum ekki að fara að mæta.“Vísir/SkjáskotHvar er jafnréttið? Áttuliðinn Sonja Rut Valdin er full umhugsunar um stöðu mála. Hún segist hafa fundið fyrir gagnrýni frá þeim sömu og gagnrýndu að DJ Muscleboy ætti að troða upp þegar í ljós kom að það ætti að fá Áttuna til að spila. „Mér finnst leiðinlegt þegar talað er um að þetta sé súrasti sigurinn,“ segir Sonja sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í líklega vinsælasta lagi landsins um þessar mundir, NeiNei.„Stelpur eru að tala um að þær séu að berjast fyrir einhverju. En svo er það súrasti sigurinn að fá Áttuna í staðinn af því að það séu bara karlmenn en samt er stelpa í sveitinni.“ Gagnrýnin sem hún upplifi snúist um að Áttan sé ekki lausnin á viðkomandi balli heldur ætti að fá listamann af kvenkyninu til að troða upp.Stella Briem, fyrrverandi formaður Femínistafélags Verzló, var á meðal þeirra sem fögnuðu ákvöðun NFVÍ í vikunni en virtist ekki spennt fyrir þeim sem áttu að fylla í skarðið.„Ég sagði bara nei. Ég get ekki stigið á svið af því ég sé súrasti sigur einhvers,“ segir Sonja og veltir fyrir sér baráttunni fyrir jafnrétti. „Hvar er jafnréttið ef það er kvenmaður í hópnum sem langar að stíga á svið. Hvert er jafnréttið í því að ég fái ekki að stíga á svið af því það eru bara strákar í kringum mig og mig langar að vera partur af því?“ Áttan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Ekkert verður af því að Áttan trylli lýðinn á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands næstkomandi þriðjudag. Hópurinn átti að fylla í skarðið fyrir Egil Einarsson í hlutverki DJ Muscleboy sem var afboðaður vegna þrýstings frá fjölda óánægðra nemenda. Nökkvi Fjalar Orrason, einn Áttuliða, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir það skoðun hópsins að ekki sé í lagi að afboða listamann sem er búið að bóka vegna láta í fámennum en háværum hópi. Áttan hafi aldrei samþykkt að fylla í skarðið. Hann skilji þó vel þá erfiðu aðstöðu sem nemendafélagið sé í. Í tilkynningu frá Viktori Pétri Finnssyni, formanni Málfundafélagsins, til nemenda í Verzló í vikunni kom fram að breytingar hefðu verið gerðar hvað varðaði dagskrána á ballinu. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni.“ Þá var tilkynnt að Áttan myndi spila þess í stað, sem nú er ljóst að ekkert verður af. „Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Gamalt mál ekki grafið Óhætt er að segja að Egill hafi verið á milli tannanna á fólki undanfarin áratug og gott betur, þá aðallega fyrir ummæli hans í karakternum Gillzenegger. Hann hefur gefið út bækur og komið fram í sjónvarpsþáttum þar sem mannasiðir og framkoma gagnvart hinu kyninu hafa verið á dagskrá. Þá var hann kærður fyrir nauðgun árið 2012 en málinu var vísað frá. Málið er þó engan veginn gleymt í skrifum á samfélagsmiðlum og rifjuðu margir málið upp í tengslum við frétt Vísis af breytingum á ballinu í Verzló á þriðjudaginn.„Það er gjörsamlega búið að afgreiða það mál,“ segir Nökkvi og vísar til þess að málinu var vísað frá. Hann minnir á að DJ Muscleboy og Egill komi víða fram.Strákarnir í Áttunni, Nökkvi Fjalar og Egill Ploder, á góðri stundu.Hefur samúð með NFVÍ „Af hverju ætti Verzló ekki að fá þennan mann á ball?“ Nökkvi segir að aldrei hafi komið til greina af hálfa Áttunnar að koma í staðinn fyrir hann. „Ef hann hefði ekki komist þá hefði ég bakkað hann upp.“ Um sé að ræða mjög mikil mistök hjá nemendafélaginu en hann hafi samúð með þeim sem eru í forsvari fyrir það. „Þetta er búið að vera erfitt fyrir þau,“ segir Nökkvi og skilji mjög vel aðstöðuna sem félagið sé í. Um leiðinlegan misskilning sé að ræða þegar tilkynnt er að Áttan spili í staðinn fyrir DJ Muscleboy. „Við erum tilkynnt áður en við samþykkjum að spila. Við erum ekki að fara að mæta.“Vísir/SkjáskotHvar er jafnréttið? Áttuliðinn Sonja Rut Valdin er full umhugsunar um stöðu mála. Hún segist hafa fundið fyrir gagnrýni frá þeim sömu og gagnrýndu að DJ Muscleboy ætti að troða upp þegar í ljós kom að það ætti að fá Áttuna til að spila. „Mér finnst leiðinlegt þegar talað er um að þetta sé súrasti sigurinn,“ segir Sonja sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í líklega vinsælasta lagi landsins um þessar mundir, NeiNei.„Stelpur eru að tala um að þær séu að berjast fyrir einhverju. En svo er það súrasti sigurinn að fá Áttuna í staðinn af því að það séu bara karlmenn en samt er stelpa í sveitinni.“ Gagnrýnin sem hún upplifi snúist um að Áttan sé ekki lausnin á viðkomandi balli heldur ætti að fá listamann af kvenkyninu til að troða upp.Stella Briem, fyrrverandi formaður Femínistafélags Verzló, var á meðal þeirra sem fögnuðu ákvöðun NFVÍ í vikunni en virtist ekki spennt fyrir þeim sem áttu að fylla í skarðið.„Ég sagði bara nei. Ég get ekki stigið á svið af því ég sé súrasti sigur einhvers,“ segir Sonja og veltir fyrir sér baráttunni fyrir jafnrétti. „Hvar er jafnréttið ef það er kvenmaður í hópnum sem langar að stíga á svið. Hvert er jafnréttið í því að ég fái ekki að stíga á svið af því það eru bara strákar í kringum mig og mig langar að vera partur af því?“
Áttan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14