Hækkun hámarkshraða víða í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 15:36 Starfsmenn skipta um skilti sem greina frá hámarkshraða í Nevada. Á undanförnum mánuðum hefur mikið borið á fréttum um hækkaðan hámarkshraða á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Kannanir hafa sýnt að hækkaður hámarkshraði hefur fremur orðið til þess að fækka slysum en fjölga þeim og víst er að í leiðinni komast vegfarendur um þá hraðar á milli staða og leiðist minna við aksturinn. Kannanir hafa einnig sýnt að á þeim stöðum þar sem hámarkshraði er mjög lágur leiðist ökumönnum svo við aksturinn að athyglin minnkar og meiri hætta er á að ökumenn sofni. Víst er að víða er fallegt í Bandaríkjunum, en einnig er víða afar fábreytt landslag þar sem draumur ökumannsins er helst sá að komast sem hraðast yfir. Þar sem það hefur verið metið öruggt hefur hámarkshraði gjarna verið hækkaður. Nýlega var hámarkshraði hækkaður úr 75 í 80 mílur á 210 kílómetra kafla norðaustan við Reno í Nevada og á myndinni má sjá vegagerðarmenn skipta um skilti sem greinir frá hámarkshraða þar. Þar mega ökumenn nú aka í hátt í 130 km hraða, en einmitt þann hraða má einmitt víða sjá á hraðbrautum í mörgum löndum Evrópu. Nevada bætist með þessu í hóp Idaho, Montana, S-Dakota, Texas, Utah og Wyoming, sem nýlega hafa hækkað hámarkshraða á þeim þjóðvegum sem öruggir teljast. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Á undanförnum mánuðum hefur mikið borið á fréttum um hækkaðan hámarkshraða á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Kannanir hafa sýnt að hækkaður hámarkshraði hefur fremur orðið til þess að fækka slysum en fjölga þeim og víst er að í leiðinni komast vegfarendur um þá hraðar á milli staða og leiðist minna við aksturinn. Kannanir hafa einnig sýnt að á þeim stöðum þar sem hámarkshraði er mjög lágur leiðist ökumönnum svo við aksturinn að athyglin minnkar og meiri hætta er á að ökumenn sofni. Víst er að víða er fallegt í Bandaríkjunum, en einnig er víða afar fábreytt landslag þar sem draumur ökumannsins er helst sá að komast sem hraðast yfir. Þar sem það hefur verið metið öruggt hefur hámarkshraði gjarna verið hækkaður. Nýlega var hámarkshraði hækkaður úr 75 í 80 mílur á 210 kílómetra kafla norðaustan við Reno í Nevada og á myndinni má sjá vegagerðarmenn skipta um skilti sem greinir frá hámarkshraða þar. Þar mega ökumenn nú aka í hátt í 130 km hraða, en einmitt þann hraða má einmitt víða sjá á hraðbrautum í mörgum löndum Evrópu. Nevada bætist með þessu í hóp Idaho, Montana, S-Dakota, Texas, Utah og Wyoming, sem nýlega hafa hækkað hámarkshraða á þeim þjóðvegum sem öruggir teljast.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent