Vísbendingar um sýkingu en ekkert staðfest tilvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2017 11:03 Tölvuárásin er gríðarlega umfangsmikil. Vísir/Getty Póst- og fjarskiptastofnun hafa ekki borist neinar staðfestar tilkynningar um sýktar tölvur hérlendis af völdum yfirstandandi netárásar af sem nær um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnunni sem send var út klukkan 10 í morgun. Þar segir að tvær vísbendingar um sýkingu hafa þó borist en ekki er staðfest að um sýkingu af völdum WannaCry óværunnar sé að ræða. Þá hefur Netöryggissveitin CERT-ÍS fengið vísbendingar í gagnastraumum um fimm IP tölur hérlendis sem gætu hafa sýkst. Ábendingum hefur þegar verið komið á framfæri við ábyrgðaraðila um að hreinsa þær vélar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.Í tilkynningunni segir að afar mikilvægt sé að senda tilkynningu til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS ef grunur leikur á að tölva sé sýkt af þessari óværu. Í gær gaf stofnunin út leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við leiki grunur á sýkingu. Leiðbeiningarnar má nálgast hér. Þá bendir stofnunin einnig á fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjá má hér að neðan. Til þess að fá mynd af því hve árásin er víðtæk hérlendis óskar Netöryggissveitin CERT-ÍS eftir því að fá til sín tilkynningar um allar sýkingar sem vart verður við. Senda má tilkynningar í tölvupósti á cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509. Þegar atvik eru tilkynnt er gott að senda eftirfarandi í sem ítarlegustu formi:Tengiliðaupplýsingar - í það minnsta tölvupóstfangSem nákvæmust lýsing á því sem gerðistSkrár með spillikóða eða lista af skrám sem vírusvörn finnurSkjáskot af kúgunarbréfum með upplýsingum s.s. bitcoin greiðsluleiðbeiningum og sérstaklega bitcoin reikningiSkjáskot af skráalista í windows explorer með skráaendingum sem óværan hefur breytt Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hafa ekki borist neinar staðfestar tilkynningar um sýktar tölvur hérlendis af völdum yfirstandandi netárásar af sem nær um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnunni sem send var út klukkan 10 í morgun. Þar segir að tvær vísbendingar um sýkingu hafa þó borist en ekki er staðfest að um sýkingu af völdum WannaCry óværunnar sé að ræða. Þá hefur Netöryggissveitin CERT-ÍS fengið vísbendingar í gagnastraumum um fimm IP tölur hérlendis sem gætu hafa sýkst. Ábendingum hefur þegar verið komið á framfæri við ábyrgðaraðila um að hreinsa þær vélar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.Í tilkynningunni segir að afar mikilvægt sé að senda tilkynningu til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS ef grunur leikur á að tölva sé sýkt af þessari óværu. Í gær gaf stofnunin út leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við leiki grunur á sýkingu. Leiðbeiningarnar má nálgast hér. Þá bendir stofnunin einnig á fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjá má hér að neðan. Til þess að fá mynd af því hve árásin er víðtæk hérlendis óskar Netöryggissveitin CERT-ÍS eftir því að fá til sín tilkynningar um allar sýkingar sem vart verður við. Senda má tilkynningar í tölvupósti á cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509. Þegar atvik eru tilkynnt er gott að senda eftirfarandi í sem ítarlegustu formi:Tengiliðaupplýsingar - í það minnsta tölvupóstfangSem nákvæmust lýsing á því sem gerðistSkrár með spillikóða eða lista af skrám sem vírusvörn finnurSkjáskot af kúgunarbréfum með upplýsingum s.s. bitcoin greiðsluleiðbeiningum og sérstaklega bitcoin reikningiSkjáskot af skráalista í windows explorer með skráaendingum sem óværan hefur breytt
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35