Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstudaginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ransomware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar framhjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn.Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá þekkingu.„Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknarvert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvuárásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hérlendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggisleiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“ Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstudaginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ransomware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar framhjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn.Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá þekkingu.„Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknarvert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvuárásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hérlendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggisleiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“
Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent