Snörp skoðanaskipti um James Comey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. maí 2017 08:00 James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkislögreglunnar (FBI) í Bandaríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í tilfelli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóstmálið valdið Comey meiri vandræðum en Rússamálið. Stuðningsmenn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forsetaframbjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demókratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forsetaembættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. Rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkislögreglunnar (FBI) í Bandaríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í tilfelli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóstmálið valdið Comey meiri vandræðum en Rússamálið. Stuðningsmenn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forsetaframbjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demókratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forsetaembættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. Rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10